25 September 2008

loðpar af fótum....

Húsmæðraorlof er í uppsiglingu. Þetta árlega.

Vinkona hringdi, er í tímapressu með að gera klárt. Vinnan er alltaf að þvælast fyrir henni.

Við syncroniseringu varðandi hitting, innkaup og undirbúning uppgötvaði hún að hún ætlaði ekki að eiga loðnu karlmannsleggina í heita pottinum þessa helgi.

Hún átti þá víst í fyrra, að eigin sögn.

Úff.. ég hafði ekkert hugsað útí það. Gæti nú verið gaman að hafa svona eins og eitt loðpar af fótum í bústaðnum um helgina. En meina þá ekta!

En ætli það verði ekki bara mitt loðpar ;o) hef ekki tíma fyrir pedicure og manicure og hairycure.. eða hvað sem þetta heitir alltsaman.... og gott ef ég verð ekki með aðeins skegghýjung líka... það er svo margt og mikið skemmtilegt að gerast þessa dagana að ég hef ekki tíma fyrir "overhalningu"...

.....dæsir skeggjaða konan með loðparsfætur og ætlar þannig í bústað!


PS. af gefnu tilefni og vegna fjölda áskoranna verður efnt til keppni í bústaðnum í eftirfarandi íþróttagreinum:
  • Bestu loðpars-leggirnir
  • Loðrotta helgarinnar
  • Vænsti Krikabrúskurinn
  • Skeggjaða kúluvarparakonan


7 comments:

Anonymous said...

Hér er sama sagan. Í kappi við að klára skylduverkin áður en farið verður í flugið og enginn tími í hégóma.

Þetta verður líklega bústaðaferð kvennaflokks búlgarskra kúluvarpara.

Olga Lodkinitz fyrir norðan.

Kolbrun DeLux said...

Olga Lodkinitz: Mundu eftir myndavélinni gæskan ;o) Hlakka mikið til loðkeppninnar, skráning er hafin í alla flokka.
Sjáumst....

Anonymous said...

Ég skrái mig hér með í alla flokka og stefni ótrauð á sigur. Mæti vel stemmd og keppi uppá líf og dauða.

Olga

Anonymous said...

sendi loðfóðraðar stuðkveðjur í partíið.

Kolbrun DeLux said...

Baun: tak saa mykket....er að greiða mér í framan ;o) og pakka í bílinn.

Anonymous said...

lol - mæli með stórri bumbu. Kostir:

a) maður hvorki sér frumskóginn né loðnar lappir sjálfur og getur því lifað í blekingu.

b) bumban er svo stór að fólk getur ekki starað á annað og tekur því ekki eftir yfirvaraskegginu. (tilvalin tími til þess að prófa að móta skeggið með vaxi, einsog þýskur kráareigandi)

c) ef einhver horfir..... þá hugsar viðkomandi..... "greyið, hún er ólétt og hormónarnir greinilega ekki alveg í ballans"

Knús, skál og góða helgi snúllur...
Dilllan

Kolbrun DeLux said...

*lol*
Skál, sæta feita bumbukona ;) Vaxið er komið ofaní tösku, sendi þér myndir við fyrsta tækifæri. Heyrist á öllum að keppnin verði hörð og mun ég nota vaxið mér til framdráttar.
Knús til þín ;o)