02 October 2008

Um síðustu helgi var "skvísu"helgi, en nú bendir ekkert til annars en það verði "krísu"helgi. Já, stundum er lífið svona ökla/eyra dæmi. Núna er semsagt öklinn inn. Reyndar frekar snúinn heyrist mér í öllum fjölmiðlum. Þetta er víst hið mesta ófremdarástand og held ég að það sé ágætt að vera eins og ég, eiga nánast ekkert og skulda ekkert nema húsið mitt, sem fyllir engar myntkörfur. Aldrei þessu vant er gott að eiga staðgreiðslu IKEA land á Háaleitinu en EKKI innlit-útlit íbúð á raðgreiðslum eða í myntkörfulánum. Ég held ég muni sofa rótt í nótt, svo framarlega sem mjólkurverð muni ekki rjúka upp úr öllu valdi, og ef svo verður mun ég tala við kúabóndann í Skagafirðinum og kaupa eina kú og tjóðra hérna í bakgarðinum.

Og yfir í allt annað....
Ég varð kjaftstopp þegar ég kom heim úr skvísuhelginni á sunndudagskvöldið, því á eldhúsbekknum sá ég fornan lykil. Ég þekkti lykilinn strax. Hann er líklega yfir 100 ára gamall af gömlum skáp sem fyrrverandi á og nýttist okkur sem hinn besti barskápur í hjúskapartíð okkar. Lykillinn týndist árið 2001 og er núna búin að flytja 3svar án okkar vitundar. Birna fyrrverandi mágkona og þáverandi og núveranda góð vinkona kom og gisti hjá mér í síðustu viku. Ég skildi hana eina eftir í íbúðinni og hún gróf upp lykilinn á ótrúlegum stað. Held að álfarnir hafi stolið lyklinum og legið á barnum í 7 ár en eru greinilega farnir í meðferð....

Annars tíðindalítið á dalnum.... segir himpigimpigellan...

11 comments:

Anonymous said...

spes.

og þú mátt sannarlega prísa þig sæla að hafa ekki tekið helv. andsk. djöf. skítabankahúsnæðislán, verðtryggt og á okurvöxtum, eins og ég neyddist til að gera þegar ég skildi. það er bara hroðalegt og þyngra en tárum taki.

Kolbrun DeLux said...

Ójá Baun, þar var ég nefninlega frekar heppin, er reyndar líka með eitt sparisjóðslán, en það er sem betur fer ekkert voðalega feitt.
En ef þú ferð að verða svöng ertu velkomin í hafragraut og slátur, en ég reikna fastlega með því að það verði oft á borðum ásamt feitu kindahakki úr sveitinni næstu mánuði.

Anonymous said...

takk, fallega boðið:)

Anonymous said...

Hæ hó. Álfarnir hérna norður í sveit nýta sér líka allt sem heimilisfólk á í góðu samkomulagi við okkur. Erum alveg hætt að kippa okkur upp við hluti sem hafa farið í "lán". En því miður get ég ekki klínt drykkjulátum á þá, held að dvínandi birgðir á þeim vígstöðvum sé þrálátri hálsbólgu okkar hjónanna að kenna ;-)
Knús frá bestusys

Kolbrun DeLux said...

Ég mun ALDREI viðurkenna að ég hafi drukkið allt þetta vín úr barnum á undanförnum árum!!! Álfarnir hafa definetly komið eitthvað við sögu þar!
Knús norðan heiða...

Anonymous said...

Mínir búálfar eru greinilega glysgjarnari en þínir, mínir eru aðallega í því að stela skarti og þessháttar:):)

Kolbrun DeLux said...

Vordís, mínir búálfar eru greinilega alka-rónar, en kannski því ég á lítið af glingri.

Anonymous said...

Ég lenti í þessu...fannst ekki gullúrið mitt þrátt fyrir dauðaleit og þá meina ég dauðaleit, en svo poppaði það upp 3árum seinna á ótrúlegan og skringilegasta máta, en álfar hafa aldrei farið í vínbirgðir mínar, líklega af því það voru aldrei birgðir....allt drukkið jafnóðum:)

Kolbrun DeLux said...

ha..ha.., er það nokkuð gullúrið sem ég Á?? Nei..held ekki, fékk það í jólagjöf frá einum af þessum Mafíósum sem ég hef hitt um ævina!

Anonymous said...

Ég væri sko til í að stela gullúrinu þínu Kolla. Allavegana fá það lánað þegar Jóhann minn býður mér á skrall í höfuðstaðnum.
Knús að norðan.
Kate gate

Kolbrun DeLux said...

You can rent it anytime... at "Borrow or steal! var þetta ekki einhvernveginn svoleiðis? Pick your rental at anytime.