10 September 2008

Dagur andlegrar heilsu var haldinn hátíðlegur hjá mér í dag. Lagði mig í latastrák hjá vitru konunni í smá stund og gerði sálarhreingerningu. Syndaaflausnir fást ekki í Kjörgarði ennþá, og er það gott, því ég hef líklega ekki efni á svoleiðis lúxus, að eyða í svoleiðis er bruðl og í Bónus er ekkert bruðl, heldur ekki í Kjörgarði.

Eftir sálarhreingerningunna fór ég og hreinsaði rifsberin af trjánum hjá Fjólu vinkonu og fór heim og bjó til þetta líka dýryndis rifsberjahlaup. Endurbætti uppskriftina dulítið og laumaði aðeins papriku og chilli útí pottinn þegar húsálfarnir sáu ekki til. Nú bíð ég spennt eftir því að vita hvort hlaupið hlaupi. Og ef ekki þá mun ég kenna Fjólu um ómögulega uppskrift og hún mér fyrir að hafa eyðilagt uppskriftina hennar mömmu með papriku og chilli. En hlaupið bragðast vel, hvernig sem stífelsið mun verða.



10 comments:

Anonymous said...

Spurning um að bítta á bláberjasultu og rifsberjahlaupi?

Kveðja
Eiki KR

Anonymous said...

Ég styð svona tilraunastarfsemi - Kíwí/kirsuberjahalupið mitt er alveg geggjað ......
Dillan

Kolbrun DeLux said...

Eiki: Það væri reynandi að fara í vöruskipti, sérstaklega ef bláberjasultan þín bragðast eins vel og rifsberjahlaupið mitt. Varst þú að sulta? ;o) En við meigum ekki rugla vöruskiptajöfnuðinn....

Dilla: Kíwí/kirsuberjahlaup...það hljómar "gómsætt". *Dæs* vildi ég gæti komið í kaffi til þín og borðað kíwí/kirsuberjahlaup með teskeið uppúr krukku! Ég er svo mikill ruddi.

Anonymous said...

Jæja - þá er það stóra spurningin, var hlaupið orðið að hlaupi í morgun???

Fjóla

Kolbrun DeLux said...

Já, held ykkur ekki lengur í spennunni, sem er að verða óbærileg!
Ég er nú hrædd um það, stinningin í hlaupinu er alveg til fyrirmyndar, ég prófaði að hvolfa krukku en hlaupið haggaðist ekki ;o)

Anonymous said...

Húrra fyrir sultugerðakonunni!!

Kolbrun DeLux said...

I´m a fu..... genius ;o)

Anonymous said...

Já, auðvita er ég búinn að sulta...fór út í móa og týndi nokkur ber, enda bý ég upp í sveit.
Bragðast alveg ljómandi hjá mér...þó ég segi sjálfur frá!!

Kveðja
Eiki KR

Anonymous said...

Glæsilegt. Ég treysti því Kolbrún að þú hugsir hlýlega til mín í hvert skipti sem þú færð þér rifsberjasultu.

kv. Fjóla

Kolbrun DeLux said...

Ég er nú aldeilis hrædd um það. Munar litlu að ég skelli í snafsaglas og skáli fyrir þér í hvert sinn Fjóla mín;o)