11 September 2008

Varð vitni af því þegar kartöflur voru settar í póstkassa hjá konu á áttræðisaldri. Væri etv. vítavert ef ÉG hefði ekki fengið þessa glimrandi hugmynd og frúin sjálf framkvæmt hana.

Ekki Svíagrýla heldur ljúfur maður Andreas að nafni brúkaði gestarúmið í fyrrinótt. Það væri ekki frásögu færandi, nema hvað ég held ég hafi sent berfættann mann til Svíþjóðar á jarðarför, því einhverjir ókunnugir karlmannssokkar lágu á stofugólfinu þegar ég kom fram í gærmorgun.

Annars þykir mér alltaf dáldið merkilegt þegar fólk finnur knýjandi þörf á að klæða sig úr sokkum í stofusófanum fyrir framan sjónvarpið eða á öðrum stöðum fyrir utan svefnherbergið eða baðið. Get fullvissað ykkur um að Andreas er ekki eini maðurinn sem ég þekki sem hefur "fetis" fyrir þessari athöfn. Á góðan vin gengur um allt hús og hirðir upp sokkaplöggin eftir konuna sína! *Dæs* og ég hef bara fetis fyrir skóm með spennum!

Farin út í gönguferð.... í sokkum og skóm!

8 comments:

Kolla said...

tja.. mínum táslum finnst bara gott að fá sér ferskt loft fyrir framan sjónvarpið, og verð ég því að viðurkenna að tilheyra þessum hópi sokka-síbrotamanna.

En þessa dagana er ég nú bara mest sokkalaus í flip floppurum svo þetta er nú ekki stórvandamál ;)

Anonymous said...

hehehhehe...Benni er mættur aftur ferskur og sprækur. Fetis is mjög athyglisverður hlutur. Þekki mann sem þarf að hirða um dót endalaust eftir konusóðann sinn enda gafst hann upp á henni og sendi sóðan út úr lífi sínu. Veistu að sumar konur er með fetis fyrir litlum sætum froskum? Merkilegt nokk :)

Kolbrun DeLux said...

Nafna mín: Sokkasíbrotamenn eru greinilega útum allan heim ;o) En það sem þeir eiga allir sammerkt (allavega þeir sem ég þekki) er að vera fyrirmyndar fólk á allan hátt og einstaklega skemmtilegir.

Benni froskur: Vinur minn er nú ekki svona illa giftur. Þó konan hans klæði sig úr sokkunum við ýmis tækifæri, þá er hann einstaklega heppin með eintak. Ég myndi vilja giftast henni ef ég væri eitthvað fyrir konur!
Ef sumar konur eru með fetis fyrir litlum sætum froskum, ert þú þá nokkuð í vandræðum?

Anonymous said...

Ekki í neinum vandræðum en málið er að sumar af þessum konum sem eru með fetis fyrir litlum sætum froskum, hafa einnig fetis fyrir fleiri hlutum sem tengjst svona froskum. Þessi tiltekni froskur hins vegar vill gefa hjarta sitt konu sem er með fetis fyrir honum sem einstaklingi en ekki sexy looki þessa litla sæta frosks.....ahhh..sometimes life is a bitch :(

Kolbrun DeLux said...

Er útlit fólks ekki hluti af þeirra persónu?! Allavega að hluta til, held ég. Hef nú reyndar talið karlmenn miklu útlitsmiðaðri en konur. Við viljum skemmtilega menn, karlar vilja fallegar konur! Sorglegt hvað sumir karlar eru vitlausir.

Anonymous said...

Sorglet hvað sumar konur eru líka vitlausar en...........við þessir vitlausu karlar fyrirgefum þeim alltaf. Merkilegt að sumar kynsystur þínar eru ekki sammála þér og hugsa meira um útlit karlanna en persónuleika og skemmtigildi þeirra. Kvennasamstaðan er ekki meiri og girl power hrundi eins og spilaborg.

Kolbrun DeLux said...

Benni: Ertu ekki örugglega að meina Girl Powder...(tíhí)..
Þú hefur greinilega verið að deita snar-rangar stúlkur.

Anonymous said...

Jú jú...þessar elskur eru alltaf að púðra sig hehehehe...kannski rétt hjá þér að deita rangar stúkur til þessa en maður þarf að bæta úr því einn daginn. Ahhh...það er amk. ein stúlka í lífi mínu sem dýrkar mig. Heppinn ég...þarf til hún fer sjálf að deita :((((