09 September 2008

Undarlegir hlutir hafa gerst, gærkvöldið og nóttin voru uppfull af dularfullum atburðum og uppákomum.
Ég fékk karlmannsgest (já takið eftir) karlmannsgest ...tíhí.... í heimsókn í gær, sem ég ætlaði að rótbursta í "scrabble" en rétt náði að merja sigur á síðustu metrunum, vegna óhagstæðrar spilavindáttar er ég viss um.
Svo þegar ég var að skríða mér inní rúm heyri ég að ísskápurinn minn er að fara að takast á loft, það heyrast svona vélargnýs hljóð í honum, eins og í þyrlu eða jafnvel geimflaug, og í nokkrar sekúntur stend ég á náttfötunum fyrir framan ísskápinn og horfi á hann (það gerist reyndar reglulega, en þá er ég að reyna að standast freistinguna að stökka inní hann svona rétt fyrir svefninn) og býð eftir að hann springi eða fljúgi. En ekkert gerist! Þá trítla ég mér inní rúm og fer á fund Óla L. (ekki Óla F!), en hann er hundleiðinlegur og um miðja nótt vakna ég með hausverk dauðans og skrönglast fram hálfmeðvitundarlaus í leit að lyfjaskápnum og byrja á baðherberginu og kveiki ljósið. Þá fæ ég flugeldasýningu og peran á baðinu springur með miklu ljósasjóvi og hávaða. Hjartað og hausinn dóu að hluta, og í geðshræringu miðaldra húsmóður dröslast ég í eldhúsið, finn lyfjabaukinn og dúndra í mig allskyns pillum, bleiku, hvítum, litlum og stórum. Svo dó ég inní rúmi, þar til klukkan hringdi í morgun. Í dag velti ég því fyrir mér hvort þetta hafi alltsaman verið ofskynjanir??!!!

PS. Sekúntur eða sekúndur, er ekki norðlenska að skrifa sekúnTur...?

6 comments:

Anonymous said...

Athugaðu ljósaperuna í dag. Ef hún virkar þá voru þetta ofskynjanir ef ekki þá var þetta alvara lífsins. Nema þú hafir í ofskynjunarkastinu skiptu um peru og þá er aldrei að vita.

En þessar hvítu og bleiku geta gert kraftaverk við hausverk!

kate gate

Kolbrun DeLux said...

Mér hafði nú ekki hugkvæmst að athuga peruna, en gerði það núna og viti menn ég fæ þægt og fínt ljós! Getur maður haft ofskynjanir fyrirfram, áður en maður tekur bleiku pillurnar?? En ég man þó, að í morgun þurfti ég í rafmagnstöfluna að slá inn, svo mikið er ég næstum viss um.

Anonymous said...

"sekúntur" er voða bjánalegt eitthvað.

Anonymous said...

...... en alllir vita að norlendingar eru ekki einsog aðrir!!!! Bjána-hvað?
Dillan

Kolbrun DeLux said...

ha..ha...held ég þjáist svo mikið af harðmælgi að ég segi sekúntur, en verð að viðurkenna að það "lookar" asnalega að skrifa það.
Ég er oft voða "bjána" eitthvað... en finnst það alltí lagi ;o)

Anonymous said...

ég er meira svona kjánaleg.