07 October 2008

Þessi frétt vakti athygli mína innan um hörmungarfréttirnar á mbl.is í kvöld.

Bíll sérhannaður fyrir konur, sjálfskiptur og með rat-tæki og sjálfvirkum hreinsunarbúnaði þegar maður þarf að skipta um dekk þegar punkterar.
.....þegar landið mitt sekkur og sogast endanlega niður í svartholið flyt ég til Íran með alla peningana mína *hóst*, kaupi mér svona "skvísubíl" og búrku. Ég er viss um að ég er ómótstæðilega hugguleg í búrku.
Fann þessa mynd og er viss um að við systur yrðum "NÁKVÆMLEGA" svona sexý í þessum frábæra klæðnaði.

8 comments:

Anonymous said...

maður myndi nú spara í snyrtivörum ef þessi klæðnaður kæmist í tísku.

Kolbrun DeLux said...

Baun: Svei mér þá ef ég legg ekki til að íslenskar konur taki upp þennan klæðnað í kreppunni. Ekkert make up nauðsynlegt, ekkert daður og engin óþörf deit lengur, sem eru náttúrulega bara útgjöld fyrir íslenskt þjóðarbú. Fyrir utan að búrkan er skjólgóð í íslenskum vetri!

Anonymous said...

Hahaha...ég sá fyrst myndina og ég get svarið að þetta er nú svolítið líkt okkur. Flottar í búrkum eða ekki í búrkum og með skúrkum eða ekki með skúrkum!!!

Knús og blessun Allah.

Kolbrun DeLux said...

Held að þetta sé málið! Engum myndi detta í hug að við séum íslendingar (hver vill vera það í dag?), og við gætum haldið haus. Kannski ættu bankastrákarnir að fá sér búrkur en mér skilst að þeir gangi með hauspoka þessa dagana.

Sendi blessun í bak og fyrir norður heiða. الله معك النحلة.

Anonymous said...

Hæ skvísa, er ekki til í svona burku ef ég á að vera alveg hreinskilin. En hvað varst þú að þvælast með yfirskeggjuðum manni í draumum mínum núna nýlega. Ég þoli ekki yfirskegg !!!

Kolbrun DeLux said...

Þú ert svo forpokuð Gunnfríður *hlæ*. Úff, maðurinn með yfirvaraskeggið hefur ekki birst IRL ennþá, en ég bíð spennt. Var þetta ekki örugglega djúsí draumur?
Ef hann dúkkar upp, mun ég raka yfirvaraskeggið af í svefni, þ.e. hans svefni.. ég ætla að vera glaðvakandi.

Kolla said...

Settu nú inn nýja færslu Kollan mín, ég þarf að fá Kollu-style-update af ástandinu heima!

Kolbrun DeLux said...

já..heyrðu ég skrifa eitthvað gáfulegt í kvöld ;o)