11 October 2008

Í ljósi nýliðinna atburða og þess að ég horfði á dönsku bíómyndina Nynne í gærkvöldi um single-konuna í deitbransanum, ákvað ég að búa mér til lista. Ekki lista fyrir menn sem ég hata vegna einhvers eins og danska stelpan heldur lista yfir mestu bjána sem ég hef hitt um ævina.

Topp tíu yfir mestu bjána sem Kolbrún hefur fyrirhitt á lífsleiðinni. Tek það fram að sumir mennirnir eru á fleiri en einum stað í þessum lista, enda voru þeir erki-aular.

10. maðurinn sem bauð mér í mat og átti ekkert til að elda!

9. maðurinn sem vildi klæða mig upp eins og 60 ára kennslukonu!

8. maðurinn sem bauð mér til sín en ætlaði svo ekkert að vera heima!

7. maðurinn sem beið við dyr hverrar konu sem hann kynntist með tannburstann í bónuspoka!

6. maðurinn sem bauð uppá rómantík dauðans en vildi engin tengls!

5. maðurinn sem röflaði yfir mér mörg kvöld en hafði engann áhuga. Honum hlýtur að hafa leiðst heima hjá sér!

4. maðurinn sem bauð mér út að borða og hélt ég væri í vöruskiptum, kynlíf-matur!

3. maðurinn sem gat ekki verið í baði með mér, því hann hafði áhyggjur af rakaskemmdum í gólfi ef vatnið flæddi útfyrir!

2. maðurinn sem bauð mér á árshátíð og hringdi 5 mín fyrir og sagðist vera hættur við að bjóða mér og ætla einn!

1.maðurinn sem sagði að hann væri skotinn í annari konu, en vildi samt hitta mig áfram!


*Dæs* ég segi bara "áhyggjur af efnahagsástandi heimsins?? my ass, ég hef miklu meiri áhyggjur af því að karlpeningur landsins sé orðin að dreggjum þjóðfélagsins.

9 comments:

Anonymous said...

Getur verið að karlpeningur landsins sé þverskurður af karlpeningi heimsins? Getur verið að karlpeningur heimsins hafi einhver áhrif á efnahagsástand heimsins? Þetta er hugsanlega vænisýki í mér en ég vil meina að svo sé. Ég vil líka meina að karlpeningur hafi almennt ekki versnað neitt undanfarnar aldir, en það er önnur saga.

Unknown said...

Þetta er hrikaleg lesning. Yfir í eitthvað jákvæðara. Ég á Nynne seríuna ef þú villt fá hana lánaða :-)Kveðja frænka þín

Anonymous said...

Ja hérna hér. Sammála Helenu frænku. Hahaha....held að markmiðið sé að koma þér uppúr "lúðadeildinni".

Kata "fyrrverandi lúðadeildarleikmaður"

Kolbrun DeLux said...

Ég er alveg sammála þér nn, ég held að karlpeningur landsins, sé þverskurður af karlpeningi heimsins, og að karlpeningi heimsins sé um að kenna að allt er að fara til andskotans.

Helena frænka, það lítur út fyrir að Nynne verði sú sem mun hlýja mér um hjartarætur. Mér finnst stundum eins og við eigum eitthvað sameiginlegt.

Kata: Já, nú er að setja ný markmið og skipta út leikmönnum. Það er alveg ljóst. Lúðadeildin er ekkert að gera sig.

Anonymous said...

líður manni ekki vel eftir að hafa sett saman svona lista? ég er að spá í að gera það líka. sko af nógu að taka.

en ég trúi samt á þann eina rétta, því ég fann minn og það var hrein opinberun.

Kolbrun DeLux said...

Baun, mér líður dásamlega, lenti reyndar í smá krísu við þessa Topp 10 takmörkun, hefði getað haldið endalaust áfram! Ég er líka trúuð kona....hann er þarna einhversstaðar..

Anonymous said...

hehehehehehe..þvílík kvenremdulykt er af þessum lista......maður getur sett upp svakalegan lista yfir ykkur konunar og "duttlunga" ykkar. Það má stundum deila um það hvort að Guð hafi gert rétt með því að skapa ykkur á eftir okkur eða hefði átt að segja stopp eftir okkur karlana sem frumgerð sína. Sumir læra aldrei.....Viltu fá minn top 10 lista yfir aumkunarverðar konur? HEHEHHEHEHE

Kolbrun DeLux said...

Já takk, mér þætti fróðlegt að fá að líta yfir hann ;o)
Sumar konur eru bjánar. Ég held samt að ég sé nokkuð sanngjörn í að gefa og þyggja!
Ég skora á þig að koma með listann!! Getur sent mér hann í Email: kolla_h@hotmail.com og ég mun gæta jafnræðis og birta hann hér á síðunni.

Anonymous said...

hehehehehehhehe....samþykkt...sendiþetta á morgun þar sem ég verð í teiti í kvöld og fer ekki í tölvuna fyrr á morun en kannski bætist einhver furðufiskurinn úr þessu teiti á þennan miður skemmtilega lista minn........þangað til brosum af lífinu og það brosir við okkur