13 October 2008

Orðlaus, þreytt en byrjuð að föndra aftur ;o)
Heimilisiðnaðurinn blómastrar sem aldrei fyrr. Ætli allir fái ekki heimatilbúnar jólagjafir í ár?!... og gúllasið að brenna á pönnunni. Og Dofrinn minn er kominn heim....jibbbýýýý...

......HLÉ....

..... og nú er búið að borða, reyndar var lítið borðað, því ég er ótrúlega lunkin í því að fara að gera eitthvað annað en elda mat þegar ég elda mat. Á borð voru borin flamberuð hrísgrjón með góðri brunalykt, glerhörð smábrauð töluvert dökk á lit, og Tikka Masala gúllas sem leit út eins og kúkur á pönnu! Verði ykkur að góðu....

Ræsisrotturnar munu halda veislu í kvöld og ég og Dofri munum eftir ca klukkutíma laumast í eldhúsið aftur í leit að einhverju ætu. Á morgun ætla ég að elda lærisneiðar og vanda mig óskaplega mikið!

4 comments:

Anonymous said...

Úff úff ég fæ bara illt í magann. Verðuru ekki inspireruð af öllu gúmolaðinu sem við höfum kokkað saman í eldhúsinu þínu. Maður bara spyr sig??
kveðja af eyrinni
GEH

Kolbrun DeLux said...

Jú,veistu ég þarf að fara að verða creativ í eldhúsinu.... eða bara fá þig oftar í heimsókn. Það er snilldarráð!

Anonymous said...

Hugur og hönd er "in" og verður líklega næstu árin.

Búin að skella í heimilisbrauð og bananabrauð. Best að smella sér í þvottinn. Ohhh...ég trú því ekki að þetta sé ég. Þarf að gleyma húsmóðurinni í mér um stund og fara á skvísudaga!!

Kolbrun DeLux said...

Oooo.. þú ert ofvirk! Á meðan þú varst í Betty Crocker leik, þá var leti-lalli á sófanum og gerði ekkert. Held það sé komin tími á skvísudaga hjá húsmóðurinni í Martröð 3!