22 November 2008


Berrassaði maðurinn bankaði uppá og mátaði nærbuxurnar. Þær voru ekki passandi og því voru góð ráð dýr. Eftir mikið bax og bis var notuð öskubuskuaðferðin og öxin sótt. Nú er hann glansandi fínn í leppunum úr Bónuspokanum og sendi ég hann út á lífið glaðann og reifann. Ég er líka glöð að Bónusfatapokinn er ekki lengur að þvælast fyrir heima hjá mér og vona að "gaurinn" minn jafni sig á áfallinu sem hann fékk við að finna ókunnar karlmannsbrækur á sínu yfirráðasvæði. Þetta er ekki auðvelt þetta líf.


4 comments:

Anonymous said...

Vá.........svei mér þá ef þetta er ekki mynd af mér þarna.....rosalega er ég fitt og flottur þarna, massaður og skorinn :))))

Elín Eydís said...

Er þessi mynd af honum tekin EFTIR að þú notaðir öxina.....?!? Mér finnst stellingin hálf þjáningaleg eitthvað..... ;-)

Kolbrun DeLux said...

Benni minn, vantar ekki eitthvað framan á þig, svona eftir að öxin var notuð þarna í gær? Vona að þér líði eftir atvikum vel.

Elín, myndin er tekin eftir að öxin var tekin í brúk, en dúddinn kveinkaði sér ekkert frekar en systur öskubusku og var glaður með að komast í hlýjar brækurnar.

Anonymous said...

Nei nei...það er bara svo svakalega litið undir mér :((( Vinn það upp á öðrum sviðum hehehehehehehehheh