24 November 2008

Borgara-fundur!

Á meðan ég sit á sófanum er haldin fundur borgara / greiðenda í Háskólabíói. Það er stútfullt bíó af skuldurum Íslands sem hafa nákvæmlega ekkert til skuldarinnar unnið og nú bregður bleik, því mér sýnist að Geir Haarde og Ingibjörg séu mætt til að horfast í augu við borgarana. Þorvaldur Gylfason fer á kostum og ég hef það á tilfinningunni að þetta verði fjörugur fundur.
Ég er ekki komin í "doðann" og er dáldið mikið "reið" ennþá!

4 comments:

Anonymous said...

Ég reyndi að horfa á fundinn en mér fannst hann mest ómálefnalegur og á lágu plani. Slökkti og sökkti mér í nemendaverkefnin, sem voru heldur skárri.

Takk fyrir skemmtunina um helgina ;-)
Kveðja frá vinnualkanum.

Kolbrun DeLux said...

Vinnualki: Þú ert greinilega ekki sokkinn nógu djúpt í kreppuna! Mér fannst fundurinn oft á tíðum ágætur og ræður fundarmanna í upphafi góðar. Takk sömuleiðis fyrir skemmtunina um helgina. Komið fljótt aftur.
Kreppukveðjur,

Anonymous said...

Ekki vera reið Kolla mín. Þá færðu bara hrukkur og bauga og þá fæst lægra verð fyrir þig þegar þú verður seld til Rússlands í þrældóm upp í skuldir. Vertu dugleg að bursta tennurnar, þær auka verðgildi þitt og gera þér kleift at tyggja seigar, gamlar rollur þegar ekkert annað verður í boði. Hlakka til að sjá þig um jólin í lúxuskaffi hjá Kötu. Þín vinkona, Grýla.

Kolbrun DeLux said...

Grýla mín, ég vonast til að mér verði runnin reiðin þegar lánið verður uppgreitt árið 2450!!Ég reyni að fara vel með mig og hlakka einstaklega til að hitta þig um jólin.