
Áður hef ég bloggað um karlmannsplögg sem skilin eru hér eftir í algjöru reiðileysi og ég reikna fastlega með að Andreas sé enn sokkalaus, því parið hans bíður spennt eftir honum í forstofunni síðan hann skildi það eftir um daginn á leið sinni til Svíþjóðar. En nú bregður svo við að í gærkvöldi fann ég Bónuspoka, sem í voru nærbuxur, bolur og sokkar. Karlmannsnærbuxur, karlmannsbolur og karlmannssokkar! "ÓHREINAR" nærbuxur, bolur og sokkar! Svo óheppilega vildi til að "gaurinn minn", áður nefndur c)liðurinn þverneitaði fyrir að hafa dúkkað hér upp með nærföt í Bónuspoka og krafðist skýringa á ástandinu. Hum....mér varð orða vant og auglýsi hér með eftir eiganda Bónuspokans, og mun héðan í frá reyna að hafa betri stjórn á því hverjir hátta sig á mínu heimili!
5 comments:
he hmmm.... ég er allavega saklaus ;)
ja, hérna. dæmalaust var þetta undarlegt atarna.
en ég varð nú að hafa smá gaman af þessu og vona að þú hafir það líka ;)
Ekkert veistu í þinn haus,
um það hvaða drengur.
ber að ofan brókarlaus,
berfættur nú gengur.
Þetta er allt voða dularfullt! En um leið, auðvitað stórskemmtilegt ;o)
Það kann að vera að ég eigi þessar nærbuxur. Ég tíndi næbuxum hérna um vorið sem sólin skein sem mest. Ég kem bara við hjá þér eitthvað kvöldið og máta þær svo að þetta komist á hreint.
Post a Comment