27 November 2008

Draumráðningar óskast...

Jónsi í Svörtum fötum hringdi í mig og bauð mér á kaffihús. Honum leiddist! Ég þáði boðið og hitti hann á svölu kaffihúsi í miðbænum. "Hvar er Rósa" spyr ég, og hann segir að hún sé að hitta vinkonur sínar. Við fáum okkur kaffi og ég segi "Hvað er að frétta af Þórði bróður þínum?, er hann ekki alltaf fyrir austan?" "Jú,..jú... hann hefur það fínt" segir Jónsi. Hann fer svo eitthvað á bakvið því hann var kallaður í símann (svona snúrusíma) og þá sé ég Kötu systir í karókí röðinni, ásamt haug af 10 ára gömlum gelgjum. Þetta var glænýtt karókí-kerfi, alveg ógeðslega flott og allir vildu prófa. Ég spyr Kötu hvort hún ætli virkilega að prófa. Ójá, hún var dauðæst í það. Jónsi kemur aftur og hjá okkur setjast einhverjir dúddar og kaffið er klárað. Ég þakka fyrir mig og vakna, því alltí einu er komin morgun og ég þarf að fara í sturtu.


Þetta var einstaklega djúpur og merkingarlegur draumur. Nú langar mig í draumráðningar! Hver ræður í þessa speki?

9 comments:

Anonymous said...

ég sem hélt að mig dreymdi djúpa drauma.... þessi er nú of flókin fyrir jafn enfaldann mann og mig ;)

Kolbrun DeLux said...

Geturðu ekkert ráðið í drauminn fyrir mig?
Í nótt dreymdi mig svo að ég var að gera rosalega mikla sósu í fermingarveislu í risastórum potti. Hvað er það?

Anonymous said...

úff ég veit ekki ég botna nú stundum ekkert í þér, hvað þá draumum þínum... en erum við ekki á leiðinni aftur í fortíðina og kannski tími gömlu snúru símanna sé að koma aftur, æ hvað það væri nú huggulegt, en þetta með sósuna ja ekki gott að segja ;)

Anonymous said...

Hérna hryngdu í Jónsa og bjóddu honum í kaffi bara... er það ekki málið.

Anonymous said...

þ.e.a.s. hringdu

Elín Eydís said...

Hmm, ég skal kanna hvað Freud segir um þetta. Það leynast ábyggilega einhverjar djúpstæðar, kynferðislegar óskir í báðum þessum draumum. Hef samband aftur þegar ég er búin að komast til botns í málinu!!!

Anonymous said...

Úff, miðað við mína drauma þá er þessi ofureinfaldur og hér kemur ráðningin:
Karlmaður sem þú þekkir lítið og lifir tvö- til þreföldu lífi mun hafa samband við þig. Það mun leiða til tímabundins krydds í tilveru þinni og fjarveru Rósu frænku um níu mánaða skeið.
Um sama leyti verður hljómsveitin ,,Jónsi og Dúddarnir" stofnuð en það verður bindindissveit sem einungis drekkur grænan bragakaffi fyrir gigg og leikur tónlist frá kreppuárunum, bæði fyrri og síðari.
Kata reynir að komast í prufusöng í barnaleikriti hjá Leikfélagi Akureyrar en fær ekki hlutverk. Í staðinn mun henni verða boðið að verða bakraddasöngkona hjá Jónsa og Dúddunum.
Jónsi og Dúddarnir ásamt Kötu bakhjarl munu í gegn um frumlegar eftirapanir á gömlum úreltum smellum veita þjóðinni þann andlega styrk sem hún þarf á að halda til að komast í gegn um kreppuna og þjóðarbúinu gríðarlegar gjaldeyristekjur, enda munu túristar streyma í tugmilljónatali til landsins til þess eins að hlýða á sveitina.
Í kjölfarið mun hagvöxtur aukast vonum framar sem og kaupmáttur. Bjartsýni landsmanna og meðfæddir viðskiptahæfileikar verða til þess að bankar landsins munu vaxa gríðarlega og ...

Geturðu látið þig dreyma eitthvað annað næst?
Kv.
Grýla

Anonymous said...

Mér líst svakalega vel á draumráðningar grýlu..... spurning um að týpan gefi út draumráðningabók með nútímalegu ívafi. Ég myndi allavega kaupa hana.
Kv,
Heiða

Frú Sigurbjörg said...

Þér verður klárlega boðið að taka þátt í Singing bee á allra næstu dögum!