14 November 2008

Djúsí færsla fyrir Dýrleifu og Pálínu.
Rauðvín komið í glas og kossar og kelerí í eldhúsinu halda mér frá blogginu. Gaurnum finnst þó mér beri skilda til að uppdeita þreyttar vinkonur mínar á "ástandinu", rasskellir mig og sendir mig öfuga inní stofu (líklega til að eiga eldhúsið einn). Nú á að kynna Frú Kolbrúnu fyrir einhverjum fjölskyldumeðlimum ættaða úr Kópavoginum. Það er örugglega þess vegna sem ég ákvað að fá mér rauðvín í fyrra fallinu! Þetta verður áhugavert kvöld!!

Góðar skuldir.... nei.. meina stundir!

7 comments:

Anonymous said...

nú Kópavoginum, það var indælt:)

góða skemmtun!

Anonymous said...

Þreytta vinkona þín í Borgarfirði dauðöfundar þig af rauðvíninu, kossum og kelerí og það í eldhúsinu:) Ekki öfundar hún samt fjölskyldumeðlimskynninguna, það er stressandi.... En hafðu ljúft kvöld Kolla mín, og vaskið bara upp á morgun ! Mín er farin í stærðfræðibókina...sniff sniff það er félagsskapur minn í kvöld:( kv.Pálína

Elín Eydís said...

Já, Kolla mín, nú er einmitt um að gera að leyfa þessum gömlu, þreyttu vinkonum þínum að lifa svolítið lífinu í gegnum þig! Mér finnst gaurinn MJÖG tillitssamur að skilja þarfir okkar svona vel og vera tilbúinn til að leyfa þér að deila honum með okkur. Hann kann greinilega að meðhöndla kvenfólk!!! ;-) Bið bara kærlega að heilsa honum og hlakka mikið til að sjá hann í desember. Þú verður búin að undirbúa hann, er það ekki?!?......hehehe.... :-)

Kolbrun DeLux said...

Kópavogsbúinn stóð sig yfirnáttúrulega vel við matseldina í gærkvöldi að eigin sögn, þó því verði ekki neitað að Frú Kolbrún skellti í eina góða sósu og bakaði grænmetið...
Boðið lukkaðist vel ;o)

Anonymous said...

Jæja Pálina...ég hefði bara átt að koma og hjálpa þér með stærðfræðinga enda mikill snillingur þar á ferðinni. Þannig hefði mátt sameina félagsskap og fræðslu í formi stærðfræði :) Hættulega blanda Hmmmmmmmmm..............

Anonymous said...

Já þú ókunnugi..... það stendur einmitt eitthvað í stúlkunni núna að fá "stærðfræðifullnæginguna"
(lesist: að skilja hana). Svo ekki er slegið hendinni á móti aðstoð til að sjá ljósið, nú eða "hitt":)Ekki seinna vænna en núna, þar sem prófskrekkur er að farinn að gera vart við sig....kv. Pálína

Anonymous said...

Já, þessi ókunnugi er snilli í stærðifræði enda kennt hana í skóla og sem EINKAKENNARI :)))) Ég er nú svo saklaus persóna að ég veit ekki hvað þetta "hitt" sem þú vilt sjá heheheheheh.....Mmmm...prófskrekkur kannast ekki við hann sem nemandi. Hmmm..stærðfræðifullnægingin...það má redda öllu enda mikill hæfileikamaður á því sviði......... :))))
Kveðja, Hinn ókunnugi