Nú er einum færri skítbuxanum í þinghúsinu okkar (sem betur fer) og það besta var að hann féll á eigin bragði. Væri óskandi að fleiri tækju sér hann til fyrirmyndar og létu sig hverfa. Það er einhver fnykur og ólykt í alþingishúsinu okkar og þyrfti að lofta duglega út og gera góða "jóla"hreingerningu. En ég veit svo sem ekki hvort það bæti nokkuð að lofta út, þar sem ólyktin er líka utandyra. Mér líður eins og einhver sé að bera mykju á túnin sín hérna umhverfis húsið mitt, nema ef vera skildi að "auðvaldshyggjupúkarnir" séu enn að velta sér uppúr siðspillingardrullunni þrátt fyrir allt sem á undan er gengið.
Er einhver furða þó maður efist um að þessir menn eigi nokkuð eftir að læra af efnahagshruni okkar Íslendinga, sem þeir bera alfarið og eingöngu ábyrgð á?!
11 November 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Já segðu.... ég held að ég hafi aldrei verið eins feginn að komast aftur heim í sveitina, lyktar mun betur... einsog maðurinn sagði: "sveitalykt I love it" :o)
Já, en vona að það hafi gengið vel í borginni þrátt fyrir allt. Held að margir finni fnykinn nú um stundir.
Kveðja í sveitina.
jú þetta tókst alveg ágætlega þrátt fyrir að ég þyrfti að keyra bæinn framog til baka til að fá það sem mig vantaði.... fór svo á fjármálanámskeið hjá Ingólfi til að læra spara... hmmm hann sagði reyndar líka að maður ætti að eyða... getur verið að þú hafir stundum haft rétt fyrir þér.... ;) ólíkt þér þa upplifði ég enga rómantík þarna í borginni en dreymdi bara fallega þegar ég kom heim :o)
Hmm, það hefur nú sjaldan sannast betur að skynsamlegast er að eyða því sem maður eignast sem mest jafnóðum. Foreldrar okkar, sem hérna í denn kenndu okkur að best væri að setja alla peninga í sparibaukinn og fara svo með þá í bankann, fá nú aldeilis að éta það ofaní sig aftur......!!! Mikið líður manni nú vel að vita að maður er sannarlega búinn að vera að gera skynsamlega hluti í peningamálum síðustu áratugina......! :-)
Sveitadrengur: já, gæðum lífsins er misskift. Ég er svo lukkuleg nú um stundir að ég á það til að vera svo kvefuð að ég finni ekki skítalyktina og gleymi því bara að það sé kreppa.
Elín: Dofri vildi fara að leggja peningana sína í bankann um daginn. Ég reif af honum sparibaukinn í mikilli geðshræringu og harðneitaði að drengurinn fengi að setja skotsilfrið sitt þangað! Þar brá bleik!
Já, ég er mikið að spá í að kaupa gull fyrir mína peninga, grafa svo jarðhýsi inn í brekkuna fyrir ofan húsið og grafa gullið mitt þar! Hljómar það ekki bara skynsamlega? Eitthvað verður maður að reyna að nýta þessa brekku í fyrst við byggðum aldrei bílskúrinn........eða ..... er núna kannski ekki besti tíminn til að fjárfesta í gulli.....???
Post a Comment