17 November 2008

..meira í dag en í gær..

Í dag skulda ég 2 milljónum meira en í gær, eða jafnvel 4 milljónum meira, þar sem Dofri minn er ekki fjárráða og allar hans skuldbindingar eru mínar.

4 milljónir vegna þess að Björgúlfsfeðgar fóru að leika sér í útlöndum!

Fussum svei.... ég er enn bálreið... er súr yfir því að hafa látið ESB vaða yfir okkur í valdi stærðar sinnar og kúga okkur til hlýðni. Ég skil ekki hvernig fólki dettur í hug að sækja um aðild að slíkum samtökum. Akkurat núna er ég MJÖG á móti því að við göngum í Evrópusambandið. Sé ekki að við munum græða nokkuð á því nema valdníðslu og yfirgang.

5 comments:

Anonymous said...

já ótrúlegt hvað þú ert oft sammála mér... eða ég sammála þér ef þú vilt frekar hafa það þannig :o) en mig munar svosem ekki um að bæta 2-4 millum við skuldirnar mínar á samt langt í land með að ná meðalíslendingi í skuldasöfnun......

Anonymous said...

æ þetta er þyngra en tárum taki. sennilega bara best að troða banana í eyrun og jóðla.

Kolbrun DeLux said...

Sveitastrákur: Þú mátt bara alveg eiga mínar skuldir líka, fyrst þig munar ekkert um það!

Baun: Erum við ekki að tala um heilt bananatré?! Held það dugi ekkert minna.

Anonymous said...

ég átti nú bara við mínar skuldir... stendur ekki einhverjum nær að taka við þínum he he

Kolla said...

Ég er samúðar-bálvond hérna í útlöndum. Dóna-tónninn í þessum kvikindum tekur út fyrir allan þjófablálk.

Ég er ekki viss um að ég eigi neitt í þessum skuldum þar sem ég hef ekki átt lögheimili á Íslandi lengi vel.... en ég reyni kannski að koma heim næsta sumar og mun þá koma færandi hendi með dollara. Ef þeir eru þá einhvers virði. Vonum bara það besta.