01 December 2008

Ég er berdreymin!

Varð fyrir mjög óvæntri reynslu fyrr í kvöld þar sem ég upplifði drauminn sem mig dreymdi í síðustu viku. Ég fór á jólatónleika í Fíladelfíu og hver skildi hafa dúkkað upp þar nema hann Jónsi minn í svörtu fötunum! Hann blikkaði mig og laumaði til mín miða með símanúmerinu sínu, rétt áður en hann skrönglaðist á sviðið og tók eitt jólanúmer með Edgari Smára. Þarna rættist kaffihúsadraumurinn. Dúddahljómsveitin var öll mætt í bakgrunni og spilaði að hjartans list og gott ef Kata systir var ekki þarna í bakröddum (gospelkórnum) eða allavega eitthvað tvíburaklón sem átti annað klón annað staðar á sviðinu. Er þetta flókið? Tónleikarni frábærir og ég skemmti mér konunglega og gott ef ég er ekki búin að næla mér í miða á jólatónleika með henni Carola Haggkvist þann 17.des. Vonandi kemur hún með vindvélina með sér til Íslands.

7 comments:

Frú Sigurbjörg said...

Búin að bjalla í Jónsa? : D

Anonymous said...

Ertu viss um að þeta hafi ekki bara verið einn draumurinn enn.... ;)

Kolbrun DeLux said...

Frú Sigurbjörg, ég þarf ekki að hringja í Jónsa, við notum hugsanaflutning og draumaflakk!

Sveitadrengur, þetta gerðist "næstum" allt! Smá skraut hér og þar, en nokkuð satt og rétt. Er ekki allt gott að frétta úr sveitinni?

Anonymous said...

Ja einhvernveginn datt mér í huga að þetta væri smá skreytt.. veit ekki afhverju ;) en auðvitað er allt gott að frétta úr sveitinni, gerist ekki betra maður þar ekki einusinni að láta sig dreyma... reynadr ákv. kona sem sér ástæðu til að heimsækja mig annarslagið í draumaheimi, veit það nokkuð á gott að dreyma konur :S

Anonymous said...

Hæ hó...Já, voru Kata og Kolla nútímans í kórnum ;-) Þær eru frábærar. Mikið væri ég til í að fara á fílótónleika, dilla mér í takt og syngja hástöfum. Eða Carola...*búin að vera ædol síðan hún söng Fremlin eða hvað það nú hét* Njóttu lífsins fyrir mig, ég vinn bara á meðan og safna pening á bók!!

Kolbrun DeLux said...

Ég ætla líka að safna pening inná bók, en bara afgangnum!!

Sveitadrengur, það er gott að dreyma konur. Draumar þeir munu hlýja þér á tánum á köldum vetrarnóttum.

Anonymous said...

já einmitt svo gott þegar maður vaknar og fattar að þetta var bara draumur ;)