Nú er hart í ári og Baunin farin að bjóða upp eigur sínar gegn vöruskiptum.
Ég ætla mér að krækja í brúnu könnuna og býð á móti forlátan písk, sem er á lengd við gæðafarsíma frá árinu 2002, og páskaskraut til að hengja á jólatré!
Hvernig lýst þér að það Baun?
Ef að Bauninni hugnast ekki þessir hlutir, er öðrum velkomið að bjóða í með ámóta gagnslausum hlutum.
9 comments:
ég velti vöngum. þetta er freistandi tilboð. en segðu mér, verður maður að hengja þetta páskaskraut á jólatré?
Engin skilyrði eru sett fyrir því hvar skrautið er hengt en þó er æskilegt að það hangi en hvar skiptir ekki máli. Annars er alveg frjálst að koma því fyrir hvar sem er.
en gerir þú þér grein fyrir því hvursu oggulítil kannan er? hún er á stærð við sköflung af Barbídúkku. býður þú bæði páskaskraut og lillapísk fyrir þessa örkönnu?
Ég geri mér fulla grein fyrir því. En kannan mun passa fullkomlega við aðar mublur heimilisins, eins og til dæmis stóra brúna skenkinn og gardínurnar í eldhúsinu.
kannan er þín ef þú vilt.
Ég býð í páskaskrautið.......ef ég finn rétta páskatréð til að hengja það á. Man bara ekki lengur eftir neinum óþarfa og gagnslausum hlutum sem ég á. Held ég hafi aldrei á ævinni keypt neinn óþarfa......hmm. En, þetta er ákaflega skemmtilegt uppboð hjá ykkur......og mun skynsamlegra að skiptast á notuðum (eða ónotuðum) hlutum en að kaupa nýtt úti í búð. Ég hlýt að finna eitthvað sem ykkur vantar í jólatiltektinni. Hef það í huga!!!
Baun: Ég tek könnuna og p-in tvö eru þín (pískurinn og páskaskrautið)!
Elín mín: því miður er páskaskrautið farið, en spurning hvort Baun sé tilbúin að skipta á því og einhverju öðru?
nú þurfum við bara að skipuleggja skiptin á óþarfanum..
Já, ég læt ykkur vita þegar ég er búin að finna e-ð! Ábyggilega af nógu að taka heima hjá mér.... ;-)
(Þetta páskaskraut er feykilega girnilegt.....skil ekkert í þér að vilja losna við það...... ;-)
Post a Comment