Þrátt fyrir almenn leiðindi á markaði og í efnahag, þá hefur lífið sjaldan verið eins ánægjulegt og nú um stundir. Er farin að vita fyrir vissu að allir snjóskaflar bráðna, él birtir upp um síðir og sumar kemur í sálina eins og árstíðaskipti eru á heimskringlunni. Nú er einmitt sumar eftir nokkuð þungan vetur snemma í haust í minni sál.
c)liðurinn í færslu 25.október virðist vera enn á lífi. Er búið að sjúkdómsgreina hann og er hann með ólæknandi ástarkollu-krabbamein sem breiðst hefur út um líkamann, og ég, sýkillinn mun gera mitt besta til að engin lækning finnist við þessari tegund krabbameins. Ég tel að um góðkynja æxli sé að ræða. Gott ef hann er ekki bara "keeper", en það mun tíminn leiða í ljós. Mér þykir allavega alveg óskaplega gaman og notalegt að vera í návist hýsilsins og hann fær mig til að hlæja og akkurat núna ætla ég bara að njóta þess að líða vel. Vona bara að meinið leggist ekki svo þungt á hann að ég murki úr honum líftóruna.
Í tilefni alls þessa þykir mér viðeigandi að horfa á einn klassiker, sem "yfirdrátturinn" á Laugarásvídeó var svo almenninlegur að grafa upp fyrir mig. Ætla á sófann og horfa á Kryddlegin hjörtu, þá dásamlegu ræmu á spólu, já þær eru víst enn til.
Góðar stundir!
08 November 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Já, mig grunaði að það væri þess vegna sem þú hefur ekki lengur tíma til að blogga. Njóttu vel! :-)
......og takk fyrir könnunina.
Frábærar fréttir Kolla........þú átt alla hamingju heimsins skilið. Núna þarf ég bara að finna kona sem vill mig sem "keeper" :)))) Krúttlegur og blíður maður býður sig fram sem "keeper" :)))
Elín mín, mér finnst ég bara ekkert löt að blogga! Ég er samt miklu duglegri við margt annað ;o)
Benni: Þú verður að fara á stúfana, það þýðir ekkert að hanga heima öll kvöld.
Þrátt fyrir dimman vetur framundan samkvæmt öllum spám þá ég verð líka að segja það sama, með kreppuna nagandi í hælana þá örlar á svolítilli aukahamingju í fjölskyldinni og lífið hefur hægt á sér til muna.
Heyrði í heimspekingi áðan sem sem sagði að hagsæl og farsæld fari ekki alltaf saman. Þar sem hagsældin hefur dregist saman til muna hjá okkur þá einbeitum við okkur að farsældinni. Knús frá Kötu kreppý
æ, samgleðst þér innilega, tojtoj og allt það. ég á alveg svakalega góðan kíper-kall og það er bara hamingja:)
Er svoooooooooooo heimakær enda býr bara ein kona hjá mér alla daga vikunnar og sú er enn í grunnskóla (sem betur fer) Höndla ekki gelgjuna hjá henni strax :))))) Haltu áfram að vera dugleg að gera allt HITT en bloggið :)))
Kata kreppý. Farsæld er miklu betri og skemmtilegri en hagsæld.
Baun: Já, njóttu hamingjunnar, held þú eigir hana ríflega skilið. Keeperar eru dásamleg dýr.
Benni: Ég skal vera ofurdugleg.
Reyndist nokkuð sannspár sýnist mér... kveðja úr sveitinni :o)
Já, já sveitadrengur. Á ég ekki bara að segja að þú hafir rétt fyrir þér eins og ALLTAF!!!! Kveðja í sveitina;o)
Post a Comment