16 December 2008

heima er best

Síðasta vinnuvikan byrjuð og jólafríið mitt nálgast. Mér finnst aðventan svo yndislegur tími, en neita því ekki að annir desember þetta árið hafa verið meiri en oft áður. Kannski af því að ég byrjaði of seint. Núna er ég búin að fatta hvað er guðsblessunarþakkarvert að vera búin að versla jólagjafir áður en desember byrjar. Eins og ég er nú skemmtileg innanum annað fólk, þá fúnkera ég mjög illa í mannmörgum verslunum. Í desember sneiði ég hjá öllum verslunarmiðstöðvum ef ég mögulega get og held mig heima við, með kaffi, kerti og kökur. Læt umheimin alveg lönd og leið.... heima er best!

3 comments:

Anonymous said...

úff hvað ég fæ feitt samviskubit, er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf. ég hef allt of mikið að gera.

Kolbrun DeLux said...

Ekki fá neitt samviskubit Baun. Geðheilsan mín höndlar bara ekki verslun í desember, og því reyni ég að haga mér í samræmi við það. Svo finn ég bara trend ársins (venjulega í Rúmfatalagernum) og kaupi svoleiðis á línuna. 690 kr!

Anonymous said...

Ég votta það að Kolla sys. velur veglegar gjafir sem finnast fyrir sanngjarnt endurgjald. Meðan ég var ung og rík þá setti ég markið hærra og verslaði aðeins í úrvalsbúðum og helst í Ameríkunni til að vera inn. Eftir að kreppan nartaði í hælana á mér hef ég tekið upp takta litlu systur og ruslafötulagerinn er minn nánasti viðskiptavinur. Hlakka til að taka upp pakkann frá þér elsku sys. en mest hlakka ég til að sjá þig.
Kata jólakerling.