04 December 2008

knúsavöruskipti kosta engan pening!

Ég fór í búð í dag og sagði við afgreiðslumanninn " Mig vantar eitt stk. jólaknús! Áttu ekki svoleiðis?" Hann átti svoleiðis, og ég fékk svoleiðis, þurfti meira að segja ekkert að borga fyrir nema með knúsi til baka. Svona vöruskipti virka vel í kreppnunni.

5 comments:

Anonymous said...

hvaða voða knúsþörf er þetta eiginlega... færðu ekki nóg af því heimafyrir ;)

Kolbrun DeLux said...

Jú sei sei, fæ alveg gnótt af knúsum heima fyrir. En knús og knús er ekki það sama og gegna mismunandi hlutverkum og eru til mismunandi þarfa! Afgreiðslumenn verslana þurfa líklega knús í ríkari mæli en oft áður! Ég ligg ekki á liði mínu.

Anonymous said...

þetta er nú bara sætt:)

Anonymous said...

Mig grunar hver þessi knúsilegi afgreiðslumaður hefur verið. Held að hann hljóti að selja hljóðfæri í góðri búð í borginni.
Ef rétt reynist þá votta ég að knúsin eru ekta, dásamleg, þétt og alveg ókeypis. Ætla að reyna að næla mér einu næst þegar ég á leið í bæinn. Svei mér þá ef Jói fær sér ekki bara eitt líka!!!
Kata bestaskinn

Kolbrun DeLux said...

Alveg rétt hjá þér kæra sys. Knúsilegi afgreiðslumaðurinn selur hljóðfæri og knúsin voru alveg ekta ;o)