12 December 2008

Hamingjupirringur?!


Hamingjan svo yfirþyrmandi að ég hef ekkert til að pirra mig yfir þessa dagana nema jólafrímerkjunum. Hverslags ljótuveiki kom yfir hönnunar-stílista frímerkjadeildar Póstsins? Held þetta séu þau al ljótustu merki sem ég hef klínt á kortin mín í áravís. Nú skil ég af hverju boðið er uppá sjálf-hönnunardæmi á netinu og fólk geti skipt út leggjalanga og búkbreiða sveinka fyrir brosandi mynd af fallegu fjölskyldunni. Ég neitaði að kaupa jólasveinamerki og bað um eitthvað annað og fékk skárra. En ljóti jólakötturinn fór víst á bréfin til útlanda og hér með bið ég viðtakendur velvirðingar á þessu ósmekkleysi, en þorskurinn og virkjanirnar voru í sama flokki og kattarófétið. Í ljótudeildinni!
Já lífið er gott, og jólin að koma. Gott að jólamerkin eru pirringur desembermánaðar ;o)
Góðar stundir!

8 comments:

Anonymous said...

mér finnst þessi frímerki sæt:)

Anonymous said...

talandi um frímerki.. Kolla veistu afhverju það hefur aldrei verið búið til frímerki með mynd af DO?

Kolbrun DeLux said...

Baun, ert þú nokkuð í frímerkjahönnunardeildinni?

Sveitadrengur, já það var víst ástæða fyrir því, og hefur með sleika að gera. En bíddu bara, eftir ca 30 ár verðu DO komin á frímerki, en þá svona límmiðafrímerki og búið að leysa sleik vandamál DO. Kannski verður hann með norska skógarköttinn sinn í fanginu

Anonymous said...

oj, ekki vil ég fara í sleik við DO, eða gera dodo með honum.

Anonymous said...

Veistu það Kolla mín að þessi frímerki voru teiknuð af einhverjum barnungum einhversstaðar á íslandi og þau sitja núna með brotna sjálfsmynd eftir þessa óvægu gagnrýni af þinni hálfu
kv GEH

Kolbrun DeLux said...

Nei Baun, DO kveikir ekki í mér heldur.

Gunnfríður, ég er ekkert að gefa út myndirnar sem hann Dofri minn hefur teiknað fyrir 5 ára aldurinn. Mér nægir alveg að hafa hans listaverk innan veggja heimilisins. Ef börnin teikna svona illa, kunna þau líklega ekki heldur að lesa! Mér í hag!

Anonymous said...

Kolla þó! Það var bróðursonur minn hann Heiðar Jökull, sem teiknaði jólasveininn - algjör listamaður og þú bara hraunar yfir hann!

Anonymous said...

Ég spurði bara póstmeistarann hvaða óskepna þetta væri eiginlega! Mér þykir þó jólasveinninn sýnu verri en kattarskömmin!!!

Bestu kveðjan
Seljan