08 December 2008

Sker'í laufabrauðskökur?


Þær voru ekkert voðalega skerí laufabrauðskökurnar sem við skárum í eftir vinnu í dag, en afskaplega girnilegar. Reyndar voru kökurnar hans Þorsteins Péturs smá meira skerí en fallegu handunnu kökurnar hennar Önnu Guðnýjar, en allar höfðu þær sinn sjarma, hvort sem þær væru grófgerðar eða fínna unnar. Anna Guðný, Dofri, Þorsteinn og Ninna mín voru eitilhörð í útskurðinum. Til umræðu kom að gera eina köku með upphafsstöfunum DO fyrir Davíð Oddsson, en eftir smá umhugsum fannst okkur hann ekki eiga hana skilið. En annað finnst mér þó verra. Í ár gleymdi ég að gera eina köku fyrir Jesús, en það hefur ekki gerst í mörg ár. Fyrirgefðu Jesús, ég skal gera tvær kökur fyrir þig að ári. Mun ekki klikka aftur!

8 comments:

Anonymous said...

.. og engin kaka fyrir mig heldur og ekki ienusinni smá knús á afmælisdaginn... ég er greinilega gleymdur og grafinn :(

Kolbrun DeLux said...

oooo....úbbss... þetta er greinilega arfaslakur árangur hjá mér. Gleymi þér og Jesús! En man eftir DO. Innilega til hamingju með afmælið sveitadrengur! Vona að múttan þín hafi bakað pönnukökur í tilefni dagsins og flaggað í heila.

Anonymous said...

Ég og mamma eigum eftir að skera í kökur og ég geri bara tvær fyrir Jesús, eina frá mér og eina frá þér. Öllu kippt í liðinn.
Kveðja frá Kötu, kristilegu kökukerlingunni.

Anonymous said...

held að ésú sé alveg sama þótt hann fái bara andlega köku.

mikið eruð þið myndó!

Anonymous said...

Kolla auðvitað bakaði ég bara pönnukökur sjálfur og líka þess dýrindis súkkulaðiköku :P þú hefur greinilega ekkert fengið að kynnast því hvað ég er góður að baka ;)

Anonymous said...

gerðu eina með do, smallaðu hana og éttu. með smjöri.
laufabrauð er best í heimi.
takk fyrir að hafa mig hér til vinstri.
vinstri er miklu betra en hægri. mundu það.

arnar

Kolbrun DeLux said...

Takk Kata mín, bjargaðu mér frá hreinsunareldinum og gerðu eina jesúköku fyrir mig ;o)

Baun, auðvitað er ésú alveg sama, en bara gaman að borða hann á jólunum ;o)

Sveitadrengur, nei ég hef ekkert kynnst því. Keyri alltaf svo hratt framhjá að ég næ aldrei beygjunni heim til þín.

Arnar, það er svo mikil vinstri-slagsíða á mér að mér myndi ekki detta í hug að setja þig til hægri. Gaman að sjá þig í gær og afkvæmið. DO má alveg méla í spað...set Kötu systir í málið, hún á laufabrauðið eftir...

Kata mín, eina fyrir DO líka og hún má vera ljót!!

Anonymous said...

Auðvitað eru laufabrauð Þorsteins svolítið skerí, enda stóð mér ekki á sama þegar barnið vildi fá að taka veiðihnífinn sinn í laufabrauðagerð..... það getur ekki orðið annað en skerí!

Heiða mamma þess skerí master!