17 January 2009

Friðsamur mótmælandinn ég

Ég er friðsamur mótmælandi, en núna næstum bara ælandi. Hef lítið haft mig frammi í mótmælum undanfarna laugardaga en mætti í dag á Austurvöll og stóð stillt og prúð í mínum hógværum mótmælum. Ég lagði ólöglega eins og áður, á sama stað og áður, hálf uppá gangstétt (þar sem engin bílastæði voru laus) og hugsaði með mér að ég þyldi alveg, ef útí það væri farið að greiða sekt fyrir ólöglega lagningu fyrir 2500 kr. í ríkissjóð ef það yrði til þess að við fengjum betra og réttlátra þjóðfélag.

Hvað gerist:

kl:14:45 mætum við og ég legg bílnum ólöglega, og við röltum í bæjinn

kl:14:55 kemur lögreglan og skrifar sekt undir rúðuþurrkuna á bílnum

kl:15:00 byrjar mótmælafundurinn

kl:15:30 hringir lögreglan í Vöku og biður um að bíllinn minn verði sóttur (ályktun mín)

kl:15:45 er Vökudráttarbíll mættur og byrjar að koma bílnum mínum uppá pallinn til sín

kl:15:50 er mér litið í átt að bílnum og hugði að heimferð og sé þá Vökubílinn og lögreglubílinn báða með blikkandi ljós vera að stumra yfir litla rauð

Ég er 10 þús kallinum fátækari vegna valdnýðslu yfirvalda á almennum borgurum sem mæta á mótmælafundi. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði verið látið nægja að henda miða undir rúðuþurrkuna um venjulega sektargreiðslu. Ég hef heyrt að lögreglan láti hjá líða að fjarlægja bíla sem er ólöglega lagt í marga mánuði og eru öllum til ama. En í þetta skiptið var ákveðið að hrekkja mótmælanda í friðsamlegum mótmælum svona aðeins til að berja niður í honum framhleypnina og óþægðarháttinn!

Ps. ég vil láta þess getið að ég hef 2 áður lagt á nákvæmlega sama stað, og lögreglubílarnir hafa keyrt í umvörpum framhjá án þess svo mikið sem gefa mér vinsamlegt tiltal um að fjarlægja bílinn.

Ég er bálreið. Velti því mikið fyrir mér hvort svona illa sé fyrir okkur komið. Að yfirvöld á Íslandi séu að lýsa yfir stríði gegn okkur almennu borgurum.

Vona að 10 þús kallinn minn verði notaður til að efla löggæslu einhversstaðar annarsstaðar en í kringum bílastæði við friðsamlega mótmælafundi!

Góðar stundir í Helvíti!

9 comments:

Anonymous said...

það er alltaf nóg af bílastæðum við Sæbrautina, rétt hjá Sjávarútvegshúsinu, legg iðulega þar..

nenni ekki að borga meira í ríkissjóð en ég nú þegar geri, og mun gera þar til ég drepst af því að ríkisstjórn síðustu 17 ára er !!" ""$#$"#%#$& og við þurfum að borga skuldir helvítis auðmannakúka og %%&(#"5 "#$% (afsakaðu orðbragðið)

Kolbrun DeLux said...

Já ég held ég taki bara strætó næst. Ég er ekkert að mæla því mót að leggja ólöglega, auðvitað á maður ekki að gera það, en einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að tekið sé harðar á almenningi fyrir saklaus brot en oft áður, sérstaklega mótmælandi almenningi.

Anonymous said...

ljótt ef satt er!

Anonymous said...

Kolla mín ertu ekki búin að átta þig á því að það borgar sig ekki að vera að mótmæla... bara sætt sig við það sem maður hefur ;) á sama tím og þú sást á eftir fimmþúsunköllunum þínum í stöðumælasektir og dráttarbílinn þá fletti ég mogganum og renndi í gegnum vinningaskráana hjá HHÍ og sá að ég var orðinn nokkrum fimmþúsundkllum ríkari :) sem auðvitað farainná bókina mínaog safna vöxtum :)
Bestu kveðjur úr sveitasælunni

Kolbrun DeLux said...

Nei, ég er ekkert búin að átta mig á því! Gott að þú getur séð á eftir laununum þínum í að borga skuldir auðmanna og óreiðupésa næstu áratugina. Mér finnst það ömurlegt. En svona til að storka örlögunum lagði ég líka ólöglega í dag, og gaf löggunum fokkmerki í huganum! Ég ætti kannski frekar bara að spila í happadrættum? Who knows.

Anonymous said...

Stöðumælasektir fara ekki í Ríkissjóð, heldur í Bílastæðasjóð sem heyrir undir Reykjavíkurborg. Þannig að peningurinn þinn er ekki í að borga óreiðuskuldir auðmanna, heldur í að borga óreiðuskuldirnar sem R-listinn skildi eftir sig og Ólafur F. bætti á með að kaupa tvo gamla hundakofa á skrilljón.

En löggan vissi náttúrulega ekkert um hvort eigandi bílsins var að mótmæla eða bara fullur á Kaffibrennslunni - þeir eru bara orðnir agressívari í að láta draga bíla burtu upp á síðkastið, sem kemur kannski til af því að ólöglegum parkeringum gæti hafa fjölgað þegar það er alltaf glomma af fólki sem leggur ólöglega í bænum - sérstaklega eftir að fólksfjöldinn í bænum rauk upp eftir að byrjað var að mótmæla.

Annars finnst mér ljótt af Herði Torfa að espa lýðinn upp á móti völdu fólki - hann ætti nú að vita best sjálfur hvernig það er þegar æstur múgurinn snýst gegn manni...

Þinn vinur;

Ingvar Valgeirsson

Kolbrun DeLux said...

Ingvar: Þetta er semsagt allt Óla F að kenna! En Hörður Torfason er langflottastur ;o) En auðvitað ert þú miklu miklu betri trúbador!

Anonymous said...

Vááá hvað þú hljómar REIÐ vona bara ð þú latir það ekki bitna á HR. Kópavogi, en Kolla auðvitað langar mig ekkert til að eyða peningunum mínum í að borga skuldir auðmanna og óreiðupésa næstu áratugina.. þú veist að ég er ekkert mikið fyrir að eyða peningum ;) það á náttúrulega bara að taka þessa menn og stilla þeim upp við vegg og... en eitt hef ég aldrei skilið og mun sennilega aldrei skilja.. allt fólkið, og þú sennilega þar á meðal, sem tók þátt í sukkinu og svínaríinu með þessum óreiðupésum með því að leggja peningana sína inní bankana til að þeir gætu sukkað með þá og borgað sér ofurlaun.... það hefðu kannski fleiri átt að gera einsog DO vinur þinn hérna um árið þegar hann tæmdi bankabókina sína í einum bankanna ;) Það hefur allavega aldrei og mun ekki hvarfla að mér að eiga viðskipti við þessa sukkbanka sama hversu oft þeir skipta um nafn... og ætla nú ekki einusinni að tjá mig um HT hann er svo glataður... Bestu kveðjur úr sveitinni, það sem allir hafa eitthvað uppbyggilegra að gera en að standa og mótmæla :o)...

Kolbrun DeLux said...

Þú hefur alltaf rétt fyrir þér! Á morgun ætla ég að heita "káta kolla" og hugsa bara eitthvað skemmtilegt;o)
Hér í borginni er allskonar uppbyggandi starf í gangi. Ég er farin að próna, lesa og elda góðan mat handa hr. Kópavogi, sem ég myndi aldrei láta skap mit bitna á, hann er svo mikil elska og á kvöldin sitjum við og spilum heima. Ekkert bruðl!
Kveðja í sveitina.