14 January 2009

kjamsi, kjams...fisk á minn disk...

Aumingjans Háaleitishúsfreyjan er búin að vera fisklaus nokkuð lengi. Ég er líklega farin að þjást af D-vítamínskorti og gáfur mínar fara hrakandi, að ég tel. Amma mín sagði mér nefninlega einu sinni að maður yrði svo gáfaður af því að borða fisk, sem skýrir af hverju ég kemst ekki í MENSA. Í morgun var ég svo illa haldin af sjávardýraneysluskorti að ég hringdi í hann Flosa minn fisksala og áður en ég gat lagt tólið á var hann mættur upp að dyrum með þorskblokk. Frábært þjónusta, 600 kall kílóið (ekki af Flosa heldur þorskinum) og nú verður soðinn fiskur með kartöflum og hömsum í matinn. Jammý... Haldiði ekki að Hr. Kópavogur verði sæll og glaður þegar hann kemur heim í kvöld? Já, það er ekki laust við að ég sé með smá roð'a í kinnum ;o)

8 comments:

Anonymous said...

get ég fengið númerið hjá Flosa?

Kolbrun DeLux said...

Já, er með nr. hans í vinnunni. Sendi það í email í fyrramálið. Flosi hefur matað mig á ýmsum sjávardýrum í ca. 5 ár og það er skrambi gott að eiga viðskipti við þann mann.

Anonymous said...

Fæ ég kannski einn sporð?

það væri nú spennandi.

Herra kópavogur.

Kolbrun DeLux said...

Já, sei..sei..ég mun gefa þér besta stykkið! Koddu nú heim strákur...

Elísabet said...

takk fyrir númerið Kolla:)

Kolbrun DeLux said...

Ekkert að þakka ;o) Baun.

Anonymous said...

Hey Kolla þetta var nú alveg óþarfi þetta æsir bara uppí manni hungrið :( aldrei bíður mín soðinn fiskur þegarég kem heim :(

Kolbrun DeLux said...

Sveitadrengur: Held þú sért ekki ofgóður til þess að henda svosem eins og einu flaki í pott handa sjálfum þér!!! En máltíðin var góð í gærkvöldi ;o)