05 January 2009

Ökuníðingur og svíðingurinn ég!


Einu sinni var ég stoppuð af lögreglu vegna of hægs aksturs í útlöndum, og það ævintýri endaði með því að ég fékk "lögreglufylgd" í stærstu verslunarmiðstöð í Danmörku.
En nú er það staðfest og skjalfest að ég er ökuníðingur og svíðingur. 36 ára og 232 daga gömul fékk ég mína fyrstu hraðasekt! Mér er brugðið, mannorð mitt í molum og ég er ekki frá því að ég þurfi að leita mér áfallahjálpar.
Ljósmyndari ríkisins var búin að setja sig í stellingar og náði að festa á filmu glanna-akstur minn í Hvalfjarðargöngunum á leið minni Hr. Kópavogs um daginn.
Mig grunar í aðra röndina að þessi myndataka hafi nú ekki verið eingöngu vegna aksturslagsins heldur hafi þessum grámyglustaursljósmyndara þótt ég svo afskaplega hugguleg, og jafnvel bara nokkuð æsandi þar sem ég keyrði þokkafullt niður brekkuna, skælbrosandi af hamingju í draumaheimi um það sem biði mín "heima". Til að staðfesta þá kenningu mína að ríkislögreglustjóri hafi eingöngu vantað mynd af mér á skrifborðið sitt, þá leit ég á sektarskemað hjá embættinu og komst að þeirri niðurstöðu að ég hafði verið sssvvvooooo "nánast" lögleg að það hálfa væri alveg nóg. Sektin hljóðaði uppá kr. 3750,- og ríkisljósmyndarinn hafði náð að "blossa" (kynæsandi orð?!) mig á 76-80 km hraða þar sem hámark er 70! Þetta finnst mér voðalegur tittlingaskítur, en mikið var ég óneitanlega fegin því að þurfa ekki að borga meira með myndinni á skrifborðið.


Legg ekki meira á ykkur af dónalegu hjali í bili.

Over and out.

11 comments:

Anonymous said...

noh! til lukku bara:)

Anonymous said...

Glæpon! En átt samt allan minn skilning - hef fengið tvær hraðasektir á ævinni, báðar á síðasta ári og báðar frá sömu myndavélinni á Snæfellsnesi...

Kolbrun DeLux said...
This comment has been removed by the author.
Kolbrun DeLux said...

Baun, Takki..takk...en heiður?...er ekki alveg viss..

Hugi, Erum við að tala um ofsóknir "ríkisljósmyndara" okkur á hendur? Sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu er líklega búin að þekja skrifstofuna með myndum af "fagra blakk og rauðhaus". Þetta er nú meira bananalýðveldið sem við búum í.

Anonymous said...

Ah, þú segir nokkuð... Einhverskonar blæti í gangi.

Kolla said...

Shiiiit mar!
Bara koma til Flórída þar sem að hraðatakmörkin eru dáltið rausnarlegri.

Og ef þú vilt þá getum við farið og skráð þig í NASCAR experience þar sem að þú færð að tæta og trylla á kappakstursbíl. Þá kannski nærðu þessum dónaskap úr systeminu.

Kolbrun DeLux said...

OOOOoooo... Kolla, mig langar svo að koma í kaffi í Flóridabæ. Þarf að leggja fyrir í ferðasjóð, annars mun það ekki hafast. Spáum aðeins í þetta með NASCAR, er það ekki hættuminna en fallhlífastökk?

Anonymous said...

Skulda ég þetta þá eða hvað?

Herra Kópavogur.

Kolbrun DeLux said...

Hr. Kópavogur! Þú ert orðin mér stórskuldugur. Spurning hvernig þú getur samið um greiðslur. Ef ekkert verður borgað, mun ég grípa til víðtækra "refsinga" og jafnvel setja þig í þegnskylduvinnu.

Anonymous said...

Ég á nú dálítið af dósum og plastflöskum. Tekuru svoleiðis uppí? Ég á líka nokkra Latabæjarpeninga, þeir eru víst öruggari gjaldmiðill og verðmeiri en krónan. Annars tek ég bara refsingunni ef þetta dugar ekkert.

Herra Kópavogur.

Kolbrun DeLux said...

Minn ástkæri herra Kópavogur. Mér heyrist á öllu að þú verðir að undirbúa þig undir meiriháttar refsingu!