04 February 2009

Ég sef með???


Teri Hatcher sefur "með" hundi!


Ég sef með svefngrímu og hef yfirleitt tvær til þrjár á náttborðinu hjá mér. Ég sef líka yfirleitt "með" úrið á mér. Velti því fyrir mér hvort Teri breiði hvutta yfir andlitið eða vefji honum um fingur sér. Stundum sefur Dofri "hjá" mér í afleysingum þegar hr. Kópavogur er vant við látinn og vefur þá litlu strákahöndunum um háls mér og kyssir mig góða nótt á nefbroddinn.

Þetta er allt voða undarlegt, sef ég með eða hjá? me eða mjá?

Hvað gerið þið?

8 comments:

Anonymous said...

Hef ekki eignast svona flotta grímu, en þegar Gummi er ekki viðlátin þá hleypur Helga Guðrún í skarðið því eins og hún sagði sjálf þegar pabbi hennar var að fara í skólann "mamma það er svo leiðinlegt að vera ein í herbergi, svo ég skal vera hjá ÞÉR svo ÞÉR leiðist ekki":):):) Alltaf að hugsa um mömmu sína þessi elska:)

Kolbrun DeLux said...

ha..ha..eins gott að Helga passar mömmu sína. Svona grímur fær maður í Ameríku, þannig að þú getur gripið svona þegar þú ferð til Boston ;o)

Anonymous said...

Ég þarf að skoða það að finna mér grímu sem slær þínaR út þegar ég fer til Ameríkunnar.
Þarf greinilega að fara að heyra í Kötu og fá ráðleggingar varðandi Boston:):) Spurning um að ég hringi í þig og fái númerið hjá henni:):):)

Anonymous said...

af hverju sefurðu með grímu? dreymir mann ekki bara bankaræningja?

Kolbrun DeLux said...

Jú,Bjarni Ármanns og Co eru reglulega í mínum martröðum!
Fæ alltaf hausverk á að sofa í birtu á sumrin og fyrrverandi vildi lesa fram á nótt á veturnar. Þá var upplagt að breiða yfir augntóftirnar og allir voru næstum, nánast fullkomlega hamingjusamir:o/ Svo varð þetta bara að vana.

Anonymous said...

Ég sem hélt að ég væri skrítinn... en þú ert greinilega stórskrítin ;)

Anonymous said...

Hey, grímur eru flottar og ég svaf alltaf með eina slíka þangað til ég fór í augnaðgerðina. Eftir það sé ég svo vel að ég tími ekki einu sinni að loka augunum, hvað þá að setja á mig grímu.
En ef ég á leið um Istegade á næstunni þá skal ég líta í búðir og athuga hvort ég finn almennilega grímu handa þér sem hentar betur persónuleika þínum. Og kannski svipu í stíl. Og skott!

Kolbrun DeLux said...

Sveitadrengur: Ég er voðalega skrítin ;o)..og þú líka..

Formaður grímunotendafélagsins: Veit, grímur eru langflottastar. Get ekki beðið eftir því að næsti fundur í félagi grímunotenda verði haldinn. Spennt!