13 February 2009

Mér finnst ótrúlega pirrandi þegar menn pissa útfyrir.


Mér finnst gott að Hr. Kópavogur setur á könnuna á morgnana og það er notalegt að drekka morgunkaffið með honum áður en dagurinn byrjar.

Ég lofaði ókunnugri konu á Akranesi að senda henni munstur af útsaumskortum, þegar ég kæmist í góssið hennar mömmu.

Páll Steingrímsson, minn uppáhalds, hringdi í dag og bauð mér í bíó eftir viku að sjá nýju myndina sína. Ég ætla að þekkjast boðið.


Nú er komin helgi og loksins er leyfilegt að henda tánum uppí loft. Í kvöld er planið að tæla Kópavogsbúann og á morgun er Eurogeim.


Ég er sökker fyrir lélegu popp-rokki... Áfram Elantra..nei.. það er bíllinn minn... Áfram Elektra!

Fel ykkur Guði á vald í grátt brókar hald.

5 comments:

Anonymous said...

Takk Kolla mín fyrir að minna mig á hvað piparsveinalífið er yndislegt... maður getur pissað útfyrir einsog maður vill og engin að röfla yfir því, ég þarf ekki að vakna tila ð hella á kaffi.. úff og engin hallærisleg Eurovision party á mínu heimili sko.... en fer kannski að breytast hver veit ;)

Kolbrun DeLux said...

Nahh... er eitthvað að gerast? Út með sprokið..

Anonymous said...

jaa það gæti allavega eitthvað gerst en kannski ekki miklar líkur á að ísmaðurinn láti bræða sitt íshjarta :S en úrþví að þitt íshjarta gat bráðnað þá getur allt gerst... kannski færðu krassandi sögur síðar ;)

Anonymous said...

Lélegt popp-rokk!!!! Er ekki viss um að Öggi skrifi undir svona skilgreiningar.

Kata bestasys.

Kolbrun DeLux said...

Kata, vertu alveg róleg. Mér fannst þetta lag mjög "gott" og skemmtilegt... ;o)