24 February 2009

Hausinn minn ákvað að vera steiktur í dag. Ég reyni að streitast á móti og fæ mér bara súkkulaðihúðaðar hrískökur með rjóma og kaffibolla í tilefni dagsins.


Það er býsna gott að vera fyrir norðan á hótel ma og pa, þó pa sé víðsfjarri, í fullri þjónustu á sjúkrahúsinu en þangað var hann fluttur fyrir nokkrum dögum mjög minna hressari en oft áður. Ég bið þess óskaplega að hann hressist aftur og komi heim til mömmu. Kata sys er með kenningu (pabbi og vinur hans eru báðir á lyfjadeildinni). Hún heldur því fram að þetta sé plott, að þeir hafi ákveðið að fá sér strákahelgi á hóteli FSA! Kalli kom svo í heimsókn til þeirra um daginn og þá vantaði bara einn í karlaklúbbinn. Flott plan hjá gömlu körlunum.


Lífið er svo skrítið. Í gær hefði ég átt að verða mamma aftur ef allt hefði gengið að óskum. Ég hefði alveg kosið það, þrátt fyrir allar kreppur, en í staðinn er ég alltí einu stödd heima hjá þeim gömlu og pabbi á sjúkrahúsinu en ekki ég. Í tilefni dagsins fór ég að skoða gömul myndaalbúm af fjölskyldunni. Það var skemmtilegt. Ég var greinilega brúnaþungt og fallegt barn! En einstaklega glaðvær og....... óþekk með eindæmum......segir MAMMA....

PS. Kata er þessi glaða og ég er við það að kasta upp af leiðindum sýnist mér, yfir útiveruhugmyndum móður minnar!

7 comments:

Kolla said...

Man vel eftir þér og Kötu hérna í den og get alveg tekið undir með móður þinni - ábyggilega algjör óþekktarormur.
En það var alltaf brjálað stuð á þér og þú varst aldrei að mikla fyrir þér hlutina.
Ég held til dæmis að ég hefði aldrei siglt niður skítalækinn á froðuplasti ef þú hefðir ekki talið kjarkinn í mig og svo gleymi ég aldrei þegar að ég hélt að við myndum allar drukkna í Hólavatni eftir að báturinn sem við sátum í rak frá bryggju. Mín sat í skut bátsins gráti næst á meðan þú stóðst hlæjandi í stefni og bjargaðir málunum með brotinni ár.
Kata hló minna.
Við vorum náttúrulega vel rasskelltar fyrir að vera ekki í björgunarvestum og fara í bátana í óleyfi, en vel þess virði, óborganlegar minnigar.

Ég hugsa til þín í dag og vona að pabba þínum líði betur og geti slitið sig frá kalla fundinum fljótlega.

Anonymous said...

krúttaraleg mynd:)

vona að pabba þínum batni.

Kolbrun DeLux said...

OMG, já Kolla, var þetta svona slæmt? En ég verð víst að taka á mig alskyns axarsköft úr fortíðinni.

Takk Baun, ég vona það svo sannarlega líka.

Anonymous said...

knús, kvitt og vona að pási fari að halda partýin heima hjá sér!!!
Kv Dillan

Elín Eydís said...

Dásamleg mynd! Þið hafið ekkert breyst...... ;-)

Anonymous said...

Já, þetta voru nú dásamlegir tímar í den þegar hugmyndirnar komu frá manni í bunum og voru framkvæmdar án þess að hugurinn bæri mann nokkuð í skynsemisátt.

En nú er ég í hlutverki MÖMMU á hér Kollu og Kötu nútímans sem búa við sömu hugmyndagleðina og minnist ég þess þegar Tinna kúkaði út í garði. Svo fengu þær systur bakþanka og fóru inn og náðu í pappír til að þurrka upp kúkinn. Það gekk heldur illa svo þær breyttu um verkfæri og náðu í þvottastykki. Eftir að hafa smurt það vel út var því lagt snyrtilega á vaskabekkinn á baðinu.

Ég gat ekki annað en hlegið. Þetta var vel í okkar stíl.

Knús.
Kata bestasys

Anonymous said...

Hugsaði fallega til þín Kolla mín þann 25. feb. En eins og einn ágætur vinur minn sagði mér einu sinni það er alvega sama hvað rignir lengi alltaf kemur sólin að lokum. Knús á pabba þinn og þig
Kveðja. Seljan