28 February 2009

Smælingjar

Smælingjar eru skemmtilegt orð yfir okkur litla fólkið í samfélaginu. Ég er orðin svo alþjóðavædd að mér finnst orðið eiga betur við einverjar glaðbeittar verur, frekar en kengbogna og beygða Íslendinga sem eru svo smáir að engin tekur mark á þeim lengur. Einu sinni vorum við STÓR....eins og risastórar sápukúlur.
Mæli með því að þetta orð verði notað meira, minnir mig dáldið á kartölfur....... smælki. Kannski eru við eins og kartölfur.....og við mömmurnar dáldið fúlar og linar....
Ég er líklega smælingi.


2 comments:

Elísabet said...

haha, ég er líka smælki:)

Elín Eydís said...

Ég er nú soldið að reyna að halda í sápukúluna........! ;-)