18 February 2009

Ritræpan er við hestaheilsu, en bara fjarverandi.



Ritræpan hefur ekki verið að drepa mig undanfarnar vikur. Kannski ættu æðstu menn landsins að líta til húsmóðurinnar á Háaleitinu og taka hana sér til fyrirmyndar. Þeir virðast endalaust senda frá sér misskilin skilaboð. Kannski heitir Óli ekki Óli Raggi, heldur Óli Goggi, því hann og hans fjölskylda eru títt mistúlkuð og misskilin. Kannski er þetta fylgifiskur þess að búa í fjölmenningarfjölskyldu. Ég velti því fyrir mér. Össur og Davíð hafa lítið haft sig í frammi, ætli það hafi verið stungið tusku uppí gúllann á þeim?
Ég segi ekki meir!
...jú..eitt... stóra sys á afmæli í dag. Til hamingju með daginn ;o)

1 comment:

Kolla said...

Til hamingju með afmælið Ragnheiður!