04 March 2009

Bad hair day..eða var það kannski bad bus day..

Dagarnir eru misjafnir. Ég átti alveg ljómandi fínan dag en Hr. Kópavogur vaknaði og lifði í martröðinni í dag þar sem hver hörmungin rak aðra.
Ég geymdi Hr.Kópavog heima hjá sér í gærkvöldi þar sem hann sinnti henni Mörtu sinni í HR af einstakri aðlúð langt fram á nótt og náði loksins að skila verkefni til hennar seint um síðir. Þegar klukkan loksins hringdi var hann alls ekki tilbúin fyrir amstur dagsins og svaf yfir sig. Ég fékk nokkur sms í dag:

Ekki byrjar dagurinn vel. 2urinn minn er bara á hálftíma fresti eftir 9. Og hér stend ég úti á Kópavogsbrú og bíð þá í korter eftir næsta vagni. Eins gott að Marta vinkona þín samþykki verkefnið mitt. Annars þarf ég að finna út hvar hún á heima og mun halda vöku fyrir henni á næturnar með búsáhöldum.

....en Addi komst í strætó og léttist á honum brúnin, ég held hann hafi verið feginn að komast inní hlýjuna...og ég fékk sms...

Nú er ég komin í 2inn með rauðvínsglas og einkabílstjóra. Guð hvað náttúran er falleg og lífið sjálft brosir við mér.

Hann hafði ekki alveg rétt fyrir sér...en fínt að halda að lífið sé gott í augnablik. Þegar vinnudeginum hans var lokið fékk ég sms.

Anna klúðraði þessu. Ég missti af vagninum. En það kemur annar eftir nokkrar....

og ég fékk annað sms

Jæja nú tekur eitt ruglið enn við. Ég stökk uppí leið 15 sem á að enda hjá Versló. Skrattinn fer uppí Mosó fyrst. Ég veit ekki hvort ég þori að hitta þig í dag.

og svo fékk ég enn annað sms

Sennilega átti ég að taka 14 en ekki 15!

og nú var síminn minn að fyllast af örvæntingarfullum Kópavogsbúa.

Djókið ætlar ekki að enda. Mér var vísað út úr vagninum í Mosó á endastöð einhversstaðar í rassgati. Næsti vagn kemur eftir 12 mín. Þetta er martröð líkast!

En Addi komst aftur í bæjinn, búin að kynna sér strætóleiðir bus.is, missti af Mörtu í skólanum, af því hann var á rúntinum en er nú kominn í hús og ég er búin að vera voðalega góð við hann.

Ég vona svo sannarlega að það fari ekki allt í hund og kött í kvöld.

2 comments:

Anonymous said...

Já, almenningssamgöngurnar á Íslandi er alveg glimrandi!!!!

Kata dreifbýlistútta.

Elín Eydís said...

Hmm, ég fór líka í strætó í dag og þegar hann var kominn á næstu stoppistöð áður en ég ætlaði út, stoppaði bílstjórinn og fór að tala í símann. Ég hugleiddi að fara bara út þarna og labba restina, en taskan mín var þung í dag og ég ákvað að gefa honum augnablik til að koma sér af stað. Eftir þó nokkra stund í símanum lagði maðurinn af stað, stoppaði svo aftur, sneri við og byrjaði að keyra til baka! Ég stökk á fætur, hljóp fram í og bað um að verða hleypt út, sem hann gerði ekki fyrr en á næstu stoppistöð. Vonandi er maðurinn enn með hiksta!!!
Segðu Kópavogsbúanum að hann eigi alla mína samúð og skilning......! ;-)