14 September 2009

Gullkorn dagsins..


Heyrði konu í útvarpinu sem kvartaði yfir því að eini starfsmaðurinn sem hún sá "inni" í Hagkaup hefði verið gína (fyrir utan stúlkuna á kassanum sem vann við að taka við peningum). Mér fannst það fyndið. En það var líka fyndið þegar þáttastjórnandinn spurði hvort margir viðskiptavinir hefðu verið í búðinni. Konan svaraði " nei, það voru örfáir, einstaka á stangli, mátti telja þá á einum fingri"!

En svo ég klemmi röddina og kvarti, þá hef ég oft lent í því að Hagkaup hafi bara gínur sem starfsfólk inní búðinni. Það er etv aðeins viðráðanlegra heldur en lifandi starfsfólk og situr og stendur eins og verslunareigendur vilja!!
Ps. þessar gínur virðast vera frekar þreyttar á vinnunni og pirruðum viðskiptavinum... Dálítið fúl-lyndar.

1 comment:

Elín Eydís said...

Þetta hljómar næstum því eins og í BYKO........ef maður er svo heppinn að finna starfsmann þar á stangli, þá er hann annaðhvort að tala í símann eða "upptekinn" í einhverri tölvunni! .....og ef maður er svo hugdjarfur að bíða eftir að hann ljúki sér af, þá er þetta pottþétt "ekki hans deild!" Alls enga þjónustu að hafa þar! Skil raunar ekkert í að þeir skuli ekki bara taka upp sjálfsafgreiðslukassa, eins og er hér í IKEA, svo þeir geti bara líka losað sig við kassadömurnar..........! ;-)