06 October 2009

Jólaævintýri


Um kvöldmatarleytið í gær, þegar ég og Dofri voru bæði komin í náttfötin og nýbúin að borða fiskinn hringdi síminn.

Jólasveinninn var í símanum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann var að koma af fjöllum en missti af fjalla-strætó! Hann sagði okkur líka að það moksnjóaði úti.

Ég og Dofri rétt náðum að hemja okkur í jólaundirbúningsæsingnum, nema hvað okkur (lesist mig) langði að hitta jólasveininn aðeins og taka forskot á jólasæluna, svo við ákváðum að stökkva út á náttfötunum, fara í bíltúr og leita jóla uppi.

Í kafhríð keyrðum við uppá hálendi Kópavogsbæjar og mitt í kafhríðinni sáum við mann.....nei..það var víst ruslapoki sem hafði vafist um ljósastaur...svo við keyrðum lengra, og stuttu seinna fundum við jólasvein í fullum skrúða, snjóhvítan og blautan.

Þegar heim var komið þíddi ég jólasveininn upp, kveikti á kertum, Dofri spilaði á gítar og við höfðum kósíkvöld.

*Voðalega hlakka ég til jólanna....og að komast í tæri við vetrardekkin mín sem eru veðurteppt norður í landi**

4 comments:

baun said...

Nei sko! Hér er líf:)

Kolbrun DeLux said...

tja..svona rétt smá taugakippir af og til...

Elín Eydís said...

Bíddu, fór vetrardekkin ekki suður um daginn??? Ákvaðstu að fresta vetrinum án þess að ræða málið við veðurguðina?!?

Kolbrun DeLux said...

jú, jú Elín. Dekkin fóru suður undir dýrinu, en ég er samt alveg til í að fresta vetri ótímabundið.