
Um kvöldmatarleytið í gær, þegar ég og Dofri voru bæði komin í náttfötin og nýbúin að borða fiskinn hringdi síminn.
Jólasveinninn var í símanum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann var að koma af fjöllum en missti af fjalla-strætó! Hann sagði okkur líka að það moksnjóaði úti.
Ég og Dofri rétt náðum að hemja okkur í jólaundirbúningsæsingnum, nema hvað okkur (lesist mig) langði að hitta jólasveininn aðeins og taka forskot á jólasæluna, svo við ákváðum að stökkva út á náttfötunum, fara í bíltúr og leita jóla uppi.
Í kafhríð keyrðum við uppá hálendi Kópavogsbæjar og mitt í kafhríðinni sáum við mann.....nei..það var víst ruslapoki sem hafði vafist um ljósastaur...svo við keyrðum lengra, og stuttu seinna fundum við jólasvein í fullum skrúða, snjóhvítan og blautan.
Þegar heim var komið þíddi ég jólasveininn upp, kveikti á kertum, Dofri spilaði á gítar og við höfðum kósíkvöld.
*Voðalega hlakka ég til jólanna....og að komast í tæri við vetrardekkin mín sem eru veðurteppt norður í landi**