Hausinn minn ákvað að vera steiktur í dag. Ég reyni að streitast á móti og fæ mér bara súkkulaðihúðaðar hrískökur með rjóma og kaffibolla í tilefni dagsins.
Það er býsna gott að vera fyrir norðan á hótel ma og pa, þó pa sé víðsfjarri, í fullri þjónustu á sjúkrahúsinu en þangað var hann fluttur fyrir nokkrum dögum mjög minna hressari en oft áður. Ég bið þess óskaplega að hann hressist aftur og komi heim til mömmu. Kata sys er með kenningu (pabbi og vinur hans eru báðir á lyfjadeildinni). Hún heldur því fram að þetta sé plott, að þeir hafi ákveðið að fá sér strákahelgi á hóteli FSA! Kalli kom svo í heimsókn til þeirra um daginn og þá vantaði bara einn í karlaklúbbinn. Flott plan hjá gömlu körlunum.
Lífið er svo skrítið. Í gær hefði ég átt að verða mamma aftur ef allt hefði gengið að óskum. Ég hefði alveg kosið það, þrátt fyrir allar kreppur, en í staðinn er ég alltí einu stödd heima hjá þeim gömlu og pabbi á sjúkrahúsinu en ekki ég. Í tilefni dagsins fór ég að skoða gömul myndaalbúm af fjölskyldunni. Það var skemmtilegt. Ég var greinilega brúnaþungt og fallegt barn! En einstaklega glaðvær og....... óþekk með eindæmum......segir MAMMA....

PS. Kata er þessi glaða og ég er við það að kasta upp af leiðindum sýnist mér, yfir útiveruhugmyndum móður minnar!