- Ég hef farið hamförum í sósíallífinu sl. viku og tók lokahnykkinn í dag.
- Fór með "honum sem ekki má nefna" á tónleika með Stórsveit Reykjavíkur sem framreiddi Bjarkartónlist á silfurfati.
- Björk er snillingur (kannski líka laumu djassari) og stórsveitarútsetningarnar settu engan útaf laginu, þannig!
- Guð hvað ég var feginn að Rannveig var ekki með mér. Hún hefði líklega gengið út.
- Ég fór ekki út fyrr en ALLT var búið.
- Nú brosi ég hringinn, er södd menningarlega og félagslega og hjartakitran er nokkuð sátt, þrátt fyrir að bágtið mitt sé nú enn ekki alveg gróið.
30 August 2008
29 August 2008
Trúnó...og kindastúss
28 August 2008
Er búin að stússast aðeins með hana ömmu mína, 87 ára sem segist vera hætt að dansa "hoppsa-daisy". Held þó að hún laumist örugglega til að taka örfá spor í eldhúsinu þegar engin sér til. Hún er eins og Mary Poppins í hreyfingum, og ég beið alltaf eftir því að hún myndi fara að svífa upp á regnhlífinni.
Ég bauð bláókunnugri konu í mat í gærkvöldi ásamt þekktum bróður sínum og þetta var ljómandi skemmtilegt kvöld, þar sem allt var látið flakka og mikið hlegið. Hugsa bara að ég endurtaki leikinn við tækifæri, nema hvað að þá verður hún ekki bláókunnug lengur. Ég hef gaman af ánægjulegu fólki.
**hér kemur svo slúður fyrir Pálínu og alla hina**
Óþekkti stalkerinn virðist bara vera til á tölvutæku formi og Vilníus-sleikurinn er kominn aftur í bæjinn. Ég mun gefa ykkur nánari update, ef eitthvað óvænt gerist. Hef það dáldið á tilfinningunni að jörð muni skelfa fljótlega og endalaus ævintýri séu í uppsiglingu, og ef ekki, þá mun ég að sjálfsögðu búa þau til. Það er ekki á vísann að róa með neitt.
24 August 2008
Þjóðmenning og hvað veit ég...
23 August 2008
há- og lágmenning
Er komin í náttbuxurnar og Dofri er að búa til Soda Stream-ið ;o)
Munstrum okkur svo í matarboð síðar og kíkum á flugeldasýningu. Mér finnast menningarnætur ljómandi skemmtilegar, einkanlega þegar gott er veður.
22 August 2008
samtíningur
Annars er það tvíbent, því kostnaður ríkisins eykst í hlutfalli við vinnuframlag þingmanna, og það virðist sem að því meira sem þeir vinna, því oftar klúðra þeir hlutunum. Kannski er bara best að þeir taki sér svona löng sumar-, jóla- og páskafrí eins og þeir gera = færri skandalar og lægri kostnaður.
Mér fannst Dorrit æðisleg þegar hún sagði eftir handboltaleikinn " Ísland er stórrasta land í heimi" eða eitthvað í þá áttina. Hvar gróf hann Óli þessa konu upp? Held það gæti verið gaman í húsmæðraorlofi með Dorrit, en verð líklega að láta mér nægja orlofið með "hinum" stelpunum.
Ég er ekkert mikið fyrir aumingjaklám en á það til að detta á sófann með Dr. Phil. Komst að því í dag að konan hans Larry King finnst mikilvægt að foreldrar eyði 15 mín á dag með börnum sínum t.d. áður en þau fara að sofa.....held hún hafi verið svo upptekin að sinna börnunum sínum í 15 mín á dag að hún hafi alveg gleymt að borða stúlkan. Jibbý segi ég nú bara. Held hún fái ekki fálkaorðuna fyrir barnauppeldi, allavega ekki frá mér.
...og að lokum...
grátandi karlmenn, það er eitthvað við grátandi karlmenn, sá í fyrsta skipti í dag heilan flokk af grátandi karlmönnum og mig langaði til að hugga þá ALLA!!! Áfram Ísland.
21 August 2008
Girls talk...
Vinkonan: spægilpylsa og kók í morgunmat - gæti ekki verið betra
Kolla: hollt og gott...
Vinkonan: ummm jammm - hvernig hefurðu það - ?
Kolla: jú bara bærilegt... fékk mér svefntöflu í gærkvöldi og náði að sofa vel í nótt..
Vinkonan: ummmm nammm dóp ......... svefntafla og morfín - kætir og bætir - ætla að verða dópisti í næsta lifi
Kolla: ég líka... he..he.. pillufíkill
Kolla: held ég þurfi bara að fá mér smá rómans.. og lyfta mér upp...
Kolla: eini gallinn er að ég er ekki alveg upplögð.. lol..
Vinkonan: jaaaa hljómar vel
Kolla: það hlýtur að koma... þá segi ég þér djúsí sögur...
Vinkonan: uhhhh gaman
Vinkonan: ohhh lánaðu mer kynhvöt - mín er föst í fylgunni
Kolla: ójá.. mín þvælist bara fyrir mér...þú mátt fá'ana, er að reyna að hemja hana
Vinkonan: mohhhhhh misrétti
Kolla: Lostinn hefur nú komið mér í ógöngur... líttu bara á X málið..
Vinkonan: ógöngur .... nei held ekki. var ekki gaman að vera ólétt í 12 vikur
Vinkonan: vita að þú gætir þetta og dreyma um framtíðina
Kolla: það var æðislegt
Vinkonan: ég mæli með meiri " drusluhætti" - bara gaman og geggjað ef það verða lifandi vitni úr þeim tilraunum
Kolla: heyrðu... Dofri verður hjá paa sínum í næstu viku.. fer og kyssi einhvern strák þá og læt þig vita hvernig verður...
Vinkonan: lol hljómar vel .......
Vinkonan: ummm - í þeim töluðu orðum fer kerlinginn að brjóta saman þvott og skúra (gaman)
20 August 2008
Þó að þjóðkirkjan okkar sé oft alveg meingölluð verð ég nú að hrósa henni fyrir mannlegheit þegar kemur að þessum málum. Keypti uppáhalds blómin mín og setti við minnisvarðan um líf. Þar er svo falleg áletrun "Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni". Ahhh.. nú er ég að verða corný.....en... hey.. ég er bara mannleg ;o)
18 August 2008
15 August 2008
Það er gott og endurnærandi að gleyma sér um stund og dagurinn í dag er búin að vera þolanlegur.
14 August 2008
Aðgerðin á þriðjudaginn gekk vel.
Mig langar aftur að sofa svona dásamlega eins og ég gerði á skurðsstofunni (sef illa á nóttunni núna). Frábært "knock out".
Læknirinn sagði "36 ára, nógur tími eftir". Ég greip í handlegginn á honum og spurði hvort hann væri á lausu og hvort hann vildi búa til börn með mér. Hann varð flóttalegur til augnanna og var fljótur að svæfa mig svo ég bullaði ekki meira.
Ég og Hugi fórum út að borða og skáluðum fyrir agnarögn (sem hafði verið væntanlegt sameiginlegt 25 ára project) í ákavíti og bjór. Okkur fannst það viðeigandi.
Eins og öll verðug verkefni fékk agnarögn "vinnuheiti". Hildur Katrín. Ljómandi heiti, svo framarlega sem hún hefði orðið stelpa en ekki strákur. Hitt hefði verið verra.
Átti bærilega daga í gær og fyrradag og kom sjálfri mér á óvart, hvað ég var með sönsum í sálinni (miðað við aðstæður) en dagurinn í dag er búin að vera "hell".
Mætti með skælurnar niður á tær í morgunkaffi til tengdamömmu fyrrv. og var orðin hálf blaut í tærnar af söltum tárum. Hún er frábær og ég fékk mömmuknús og hugg hjá henni. Hún passaði mig í dag þar sem Hugi er farin að vinna, en annars er hann búin að vera óskaplega góður í því að passa uppá mig og knúsa. Vonandi verður morgundagurinn betri.
11 August 2008
Sundpóló og perrahettur?!

Er aðeins að reyna að lyfta sálartetrinu upp, þar sem það er blýþungt og tekur grátrokur yfir ósanngirni lífsins mjög reglulega í dag. Ligg á sófanum og horfi á Ólympíuleikana sem eru þessa stundina mjög spennandi. Leirdúfuskotkeppni kvenna, skotkeppni karla og blak. Sá um daginn Sundpóló karla. Viðurkenni að ég brosi nú út í kampinn þegar ég hugsa um þessar fínu sundhettur sem kapparnir klæðast. Ungbarnahúfur með löngum snúrum og hlýtt fyrir eyrun. Kannski er eitthvað að mér, en ég get ekki að því gert að finnast þessi búningur eitthvað hjáklátlegur og jafnvel perralegt að sjá fullorðna karlmenn klæðast ungbarnahúfum á almannafæri.
Agnarögnin mín
09 August 2008
Kreppuflutningar
DeLúx-konan farin í sparnað á krepputímum, búin að yfirgefa elskurnar í Simplesite.com og farin í "fríkeypis" blogg. Já, orð kosta ekki mikið, þannig að það er synd að eyða krónunum í þau. Hef ákveðið að nota sparnaðaraurana mína í eitthvað gáfulegt eins og menicure, pedicure eða jafnvel spa eða bara nýtt nagglalakk og táfýlusprey.
Ég og Dofri ætluðum vera meðvirk í dag og fara í gleðigöngu, en vegna mikils gesta- og gleðigangs á heimilinu komumst við ekki út úr húsi fyrr en um sex leitið, en þá voru allir transarnir farnir heim og einungis illa hirtir unglingar vöfruðu stefnulaust um miðbæjinn. Við röltum niður á Lækjatorg og keyptum okkur ís sem við sleiktum í blíðviðrinu um leið og við virtum fyrir okkur stráka og stelpur með bleikt, appelsínugult og grænt hár. Mig er strax farið að hlakka til að Dofri verði unglingur.