Er skúffuð og langar ofaní skúffu þegar ég hugsa um peninga. Mér finnst bara að Lárus og félagar hefðu átt að seilast ofan í skúffurnar sínar og skila öllum peningunum okkar, í gatið í bankanum. Hvað ætli þeir séu búnir að sækja mörg hundruð milljónir handa sjálfum sér í bankasjóðinn undanfarinn ár.... *dæs* er bara fegin að ég er ekki að tapa neinum peningum, því ég á enga peninga. Áhyggjulaus er auralaus maður, allavega á þessum krepputímum. Heppin ég! Þetta er reyndar einfalda útgáfan af efnahagsástandinu, því við almúgarnir borgum brúsann eins og alltaf þegar allt kemur til alls. Nenni ekki að hugsa meira um peninga, mér finnst það ekkert gaman.
29 September 2008
Er skúffuð og langar ofaní skúffu þegar ég hugsa um peninga. Mér finnst bara að Lárus og félagar hefðu átt að seilast ofan í skúffurnar sínar og skila öllum peningunum okkar, í gatið í bankanum. Hvað ætli þeir séu búnir að sækja mörg hundruð milljónir handa sjálfum sér í bankasjóðinn undanfarinn ár.... *dæs* er bara fegin að ég er ekki að tapa neinum peningum, því ég á enga peninga. Áhyggjulaus er auralaus maður, allavega á þessum krepputímum. Heppin ég! Þetta er reyndar einfalda útgáfan af efnahagsástandinu, því við almúgarnir borgum brúsann eins og alltaf þegar allt kemur til alls. Nenni ekki að hugsa meira um peninga, mér finnst það ekkert gaman.
25 September 2008
loðpar af fótum....

Vinkona hringdi, er í tímapressu með að gera klárt. Vinnan er alltaf að þvælast fyrir henni.
Við syncroniseringu varðandi hitting, innkaup og undirbúning uppgötvaði hún að hún ætlaði ekki að eiga loðnu karlmannsleggina í heita pottinum þessa helgi.
Hún átti þá víst í fyrra, að eigin sögn.
Úff.. ég hafði ekkert hugsað útí það. Gæti nú verið gaman að hafa svona eins og eitt loðpar af fótum í bústaðnum um helgina. En meina þá ekta!
En ætli það verði ekki bara mitt loðpar ;o) hef ekki tíma fyrir pedicure og manicure og hairycure.. eða hvað sem þetta heitir alltsaman.... og gott ef ég verð ekki með aðeins skegghýjung líka... það er svo margt og mikið skemmtilegt að gerast þessa dagana að ég hef ekki tíma fyrir "overhalningu"...
.....dæsir skeggjaða konan með loðparsfætur og ætlar þannig í bústað!
PS. af gefnu tilefni og vegna fjölda áskoranna verður efnt til keppni í bústaðnum í eftirfarandi íþróttagreinum:
- Bestu loðpars-leggirnir
- Loðrotta helgarinnar
- Vænsti Krikabrúskurinn
- Skeggjaða kúluvarparakonan
22 September 2008
Búið að loka á bankaviðskipti :(
Það er augljóst að þjóðfélagið ber kreppueinkenni á ýmsum stöðum.
Enn er lokað á bankaviðskipti mín við ákveðinn banka í bænum. Síðan í vor hef ég ekki mátt skipta við bankann, þó vilji minn sé algjör, allavega taka þeir ekki við innleggi frá mér. Er þó nokkuð viss um (sem betur fer) að úttekt væri heimiluð ef líf lægi við. Það þykir mér gott að vita. Fór í bankann áðan og var send öfug út með járnbirgðir í dós. Vegna kreppunnar sem ég lennti í fyrir rúmum mánuði síðan, mun bankinn ekki vilja sjá mig fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. Þangað til ætla ég að vera dugleg að borða járnið og mæta galvösk á bekkinn. Blóðbankinn er sá banki sem mér hugnast best.... spurning hvort sæðisbankinn komist á listann einhverntímann... *tíhí*
Annars er það svo margt sem mér liggur í hjarta, annað en blóðið sem dælist útí kroppinn á hverju andartaki. Af hverju heitir svona margt G-eitthvað?
G-mjólk
G-strengur
G-blettur
G-mail
Þetta eru allt mjög óskildir hlutir. Reyndar vil ég álíta að G-mjólk sé Geymslu-mjólk og G-mail sé Google-mail, en hitt bara skil ég ekki.....
Legg ekki meira á ykkur í dag.
Eins og gamla konan sagði: "Nú fel ég ykkur Guði á vald, í grátt brókarhald."
Enn er lokað á bankaviðskipti mín við ákveðinn banka í bænum. Síðan í vor hef ég ekki mátt skipta við bankann, þó vilji minn sé algjör, allavega taka þeir ekki við innleggi frá mér. Er þó nokkuð viss um (sem betur fer) að úttekt væri heimiluð ef líf lægi við. Það þykir mér gott að vita. Fór í bankann áðan og var send öfug út með járnbirgðir í dós. Vegna kreppunnar sem ég lennti í fyrir rúmum mánuði síðan, mun bankinn ekki vilja sjá mig fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. Þangað til ætla ég að vera dugleg að borða járnið og mæta galvösk á bekkinn. Blóðbankinn er sá banki sem mér hugnast best.... spurning hvort sæðisbankinn komist á listann einhverntímann... *tíhí*
Annars er það svo margt sem mér liggur í hjarta, annað en blóðið sem dælist útí kroppinn á hverju andartaki. Af hverju heitir svona margt G-eitthvað?
G-mjólk
G-strengur
G-blettur
G-mail
Þetta eru allt mjög óskildir hlutir. Reyndar vil ég álíta að G-mjólk sé Geymslu-mjólk og G-mail sé Google-mail, en hitt bara skil ég ekki.....
Legg ekki meira á ykkur í dag.
Eins og gamla konan sagði: "Nú fel ég ykkur Guði á vald, í grátt brókarhald."
21 September 2008
Hvað segir klósettið þitt um þig? spurði sjónvarpið mig í dag. Ég verð nú bara hvumpin og hvumsa þegar ég heyri svona rugl.
Held að klósettið mitt, bíllinn minn eða bara eldhúsvaskurinn minn segi nákvæmlega ekkert um mig sem persónu.
Klósettið mitt er standard klósett, mjög ópersónulegt, og enn hef ég ekki fundið hjá mér þörf til að skreyta það með persónulegum hlutum, nema þá bara um stundarsakir áður en sturtað er niður. Bíllinn minn er líka mjög ópersónulegur. Ef kíkt er inní hann segir hann heldur ekkert um mig, ekki frekar en ópersónulegi eldhúsvaskurinn minn eða skúringarfatan.
Voðalega getur svona rugl farið í pirrurnar á mér....mun ekki kaupa þennan klósetthreinsi sem verið var að auglýsa.... *dæs* ef þetta er það eina sem veldur mér hugarangri, þá hlýtur lífið að vera býsna gott?!!
Held að klósettið mitt, bíllinn minn eða bara eldhúsvaskurinn minn segi nákvæmlega ekkert um mig sem persónu.
Klósettið mitt er standard klósett, mjög ópersónulegt, og enn hef ég ekki fundið hjá mér þörf til að skreyta það með persónulegum hlutum, nema þá bara um stundarsakir áður en sturtað er niður. Bíllinn minn er líka mjög ópersónulegur. Ef kíkt er inní hann segir hann heldur ekkert um mig, ekki frekar en ópersónulegi eldhúsvaskurinn minn eða skúringarfatan.
Voðalega getur svona rugl farið í pirrurnar á mér....mun ekki kaupa þennan klósetthreinsi sem verið var að auglýsa.... *dæs* ef þetta er það eina sem veldur mér hugarangri, þá hlýtur lífið að vera býsna gott?!!
19 September 2008
17 September 2008
Hraða-máttur óskast...
Dofri minn er ekki mikill morgunmaður og veit ekkert betra en að kúra eins lengi og hann getur undir sænginni.
Við stöndum í forstofunni og ég OFURmamman bíð eftir honum. Tek það fram að ég var mjög ítrekað búin að segja honum að haska sér.
Dofri: "mamma, af hverju ertu að horfa svona á mig?"
Ég: " ég er að bíða eftir þér, geturðu kannski flýtt þér svolítið?"
Dofri: "ég er að flýta mér mamma, vertu róleg, ég er ekki með HRAÐA-MÁTT!!"
*Dæs* stundum getur tekið á þolinmæðina þegar aðrir heimilismeðlimir hafa engan ofurmátt á morgnana.
Við stöndum í forstofunni og ég OFURmamman bíð eftir honum. Tek það fram að ég var mjög ítrekað búin að segja honum að haska sér.
Dofri: "mamma, af hverju ertu að horfa svona á mig?"
Ég: " ég er að bíða eftir þér, geturðu kannski flýtt þér svolítið?"
Dofri: "ég er að flýta mér mamma, vertu róleg, ég er ekki með HRAÐA-MÁTT!!"
*Dæs* stundum getur tekið á þolinmæðina þegar aðrir heimilismeðlimir hafa engan ofurmátt á morgnana.
16 September 2008

Enginn til að berja úr mér barlóminn þessa dagana, svo ég hef ákveðið að refsa mér harðlega og nú er ég búin að hjóla í ausandi rigningu út um allan bæ síðustu daga. Besta geðlyfið er víst að hreyfa sig, og sem iceing on the cake hefur verið úrhelli, þegar ég hendist um bláa hjólinu sem er sérstaklega hressandi. Kom heim í gær og leit út eins og kona á fertugsaldri (sem ég jú er) í blautbolskeppni (sem ég var ekki). Gegndrepa svo hægt var að vinda úr öllum plöggum.
Heitt te, ullarsokkar, þurr föt og teppi á sófa eftir svona hjólatúra er það besta sem ég veit.... en óskaplega hlakka ég til þegar bíllinn minn verður tilbúin úr viðgerðinni ;o)
Bar-Lómur? Er það ekki bara Róna-fugl?
Ps. tek það fram að ég er samt edrú.....þó það sé stundum Bar-Lómur í mér þessa dagana...
14 September 2008
Trist....
Mamma, ekki gráta mig, ég veit þú saknar mín.
Mig langar að vera hjá þér og þerra tárin þín.
Ég fékk aldrei að sjá þig og blíðu brosin þín,
Guð vantaði lítinn engil og kallaði mig til sín.
Segðu pabba að ég elsk´ann því pabbi á líka bágt,
faðmaðu hann fyrir mig og hvíslaðu ofurlágt.
Segð´onum frá stjörnunni sem á himnum skærast skín,
kennd´onum að þekkja hana því hún er stjarnan mín.
Núna áttu lítinn engil sem vakir yfir þér,
ég passa líka pabba, segðu honum það frá mér.
Það eru hér svo margir sem þykir vænt um mig,
fjöldi fallegra engla sem gæta mín fyrir þig.
Tendraðu lítið kertaljós til að lýsa þér til mín,
láttu á leiðið mittt hvíta rós, það læknar sárin þín.
Þegar sorgarinnar skuggi dvín, þá muntu minnast mín
og tár þín verða gleðitár því ég verð ávallt þín.
aaahhh...... hvað ég er marinn og blá í kvöld......og þetta ljóð á einstaklega vel við tristu stemminguna.
Mig langar að vera hjá þér og þerra tárin þín.
Ég fékk aldrei að sjá þig og blíðu brosin þín,
Guð vantaði lítinn engil og kallaði mig til sín.
Segðu pabba að ég elsk´ann því pabbi á líka bágt,
faðmaðu hann fyrir mig og hvíslaðu ofurlágt.
Segð´onum frá stjörnunni sem á himnum skærast skín,
kennd´onum að þekkja hana því hún er stjarnan mín.
Núna áttu lítinn engil sem vakir yfir þér,
ég passa líka pabba, segðu honum það frá mér.
Það eru hér svo margir sem þykir vænt um mig,
fjöldi fallegra engla sem gæta mín fyrir þig.
Tendraðu lítið kertaljós til að lýsa þér til mín,
láttu á leiðið mittt hvíta rós, það læknar sárin þín.
Þegar sorgarinnar skuggi dvín, þá muntu minnast mín
og tár þín verða gleðitár því ég verð ávallt þín.
aaahhh...... hvað ég er marinn og blá í kvöld......og þetta ljóð á einstaklega vel við tristu stemminguna.
13 September 2008
nýsjálfranskt-íslenskt kvöld
4 geðsjúklingar komu saman frá 2 þjóðlöndum, og borðuðu mat frá 3. þjóðlandinu. Ein festist ekki á filmu svo engar heimildir eru fyrir þátttöku hennar í franska kvöldinu og því mun hún að öllum líkindum fá að kaupa tryggingu fyrir geðsjúkdómum.
Fordrykkir, franskar pönnukökur, rauðvín, ostar og "bráðum" heimsfræga rifsberjahlaupið enduðu í þörmum okkar stallsystra og jafvel á börmum og mjöðmum ef til lengri tíma er litið.
Laglegi lögreglumaðurinn á efri hæðinni kom því miður ekki niður og handtók okkur eins og plön voru uppi um, þrátt fyrir ítarlegar tilraunir til óspekkta. Merkilegt hvað vel vaxnir menn í einkennisbúningum geta gert fyrir miðaldra þreyttar húsmæður. Ef mig minnir rétt þá bjuggum við til marengsbrjóst með rjóma og kirsuberjum og settum fyrir framan hurðina hjá honum í nótt. Með ástarkveðjum.......
What a night!!
11 September 2008
Varð vitni af því þegar kartöflur voru settar í póstkassa hjá konu á áttræðisaldri. Væri etv. vítavert ef ÉG hefði ekki fengið þessa glimrandi hugmynd og frúin sjálf framkvæmt hana.
Ekki Svíagrýla heldur ljúfur maður Andreas að nafni brúkaði gestarúmið í fyrrinótt. Það væri ekki frásögu færandi, nema hvað ég held ég hafi sent berfættann mann til Svíþjóðar á jarðarför, því einhverjir ókunnugir karlmannssokkar lágu á stofugólfinu þegar ég kom fram í gærmorgun.
Annars þykir mér alltaf dáldið merkilegt þegar fólk finnur knýjandi þörf á að klæða sig úr sokkum í stofusófanum fyrir framan sjónvarpið eða á öðrum stöðum fyrir utan svefnherbergið eða baðið. Get fullvissað ykkur um að Andreas er ekki eini maðurinn sem ég þekki sem hefur "fetis" fyrir þessari athöfn. Á góðan vin gengur um allt hús og hirðir upp sokkaplöggin eftir konuna sína! *Dæs* og ég hef bara fetis fyrir skóm með spennum!
Farin út í gönguferð.... í sokkum og skóm!
Ekki Svíagrýla heldur ljúfur maður Andreas að nafni brúkaði gestarúmið í fyrrinótt. Það væri ekki frásögu færandi, nema hvað ég held ég hafi sent berfættann mann til Svíþjóðar á jarðarför, því einhverjir ókunnugir karlmannssokkar lágu á stofugólfinu þegar ég kom fram í gærmorgun.
Annars þykir mér alltaf dáldið merkilegt þegar fólk finnur knýjandi þörf á að klæða sig úr sokkum í stofusófanum fyrir framan sjónvarpið eða á öðrum stöðum fyrir utan svefnherbergið eða baðið. Get fullvissað ykkur um að Andreas er ekki eini maðurinn sem ég þekki sem hefur "fetis" fyrir þessari athöfn. Á góðan vin gengur um allt hús og hirðir upp sokkaplöggin eftir konuna sína! *Dæs* og ég hef bara fetis fyrir skóm með spennum!
Farin út í gönguferð.... í sokkum og skóm!
10 September 2008
Eftir sálarhreingerningunna fór ég og hreinsaði rifsberin af trjánum hjá Fjólu vinkonu og fór heim og bjó til þetta líka dýryndis rifsberjahlaup. Endurbætti uppskriftina dulítið og laumaði aðeins papriku og chilli útí pottinn þegar húsálfarnir sáu ekki til. Nú bíð ég spennt eftir því að vita hvort hlaupið hlaupi. Og ef ekki þá mun ég kenna Fjólu um ómögulega uppskrift og hún mér fyrir að hafa eyðilagt uppskriftina hennar mömmu með papriku og chilli. En hlaupið bragðast vel, hvernig sem stífelsið mun verða.
09 September 2008
Undarlegir hlutir hafa gerst, gærkvöldið og nóttin voru uppfull af dularfullum atburðum og uppákomum.
Ég fékk karlmannsgest (já takið eftir) karlmannsgest ...tíhí.... í heimsókn í gær, sem ég ætlaði að rótbursta í "scrabble" en rétt náði að merja sigur á síðustu metrunum, vegna óhagstæðrar spilavindáttar er ég viss um.
Svo þegar ég var að skríða mér inní rúm heyri ég að ísskápurinn minn er að fara að takast á loft, það heyrast svona vélargnýs hljóð í honum, eins og í þyrlu eða jafnvel geimflaug, og í nokkrar sekúntur stend ég á náttfötunum fyrir framan ísskápinn og horfi á hann (það gerist reyndar reglulega, en þá er ég að reyna að standast freistinguna að stökka inní hann svona rétt fyrir svefninn) og býð eftir að hann springi eða fljúgi. En ekkert gerist! Þá trítla ég mér inní rúm og fer á fund Óla L. (ekki Óla F!), en hann er hundleiðinlegur og um miðja nótt vakna ég með hausverk dauðans og skrönglast fram hálfmeðvitundarlaus í leit að lyfjaskápnum og byrja á baðherberginu og kveiki ljósið. Þá fæ ég flugeldasýningu og peran á baðinu springur með miklu ljósasjóvi og hávaða. Hjartað og hausinn dóu að hluta, og í geðshræringu miðaldra húsmóður dröslast ég í eldhúsið, finn lyfjabaukinn og dúndra í mig allskyns pillum, bleiku, hvítum, litlum og stórum. Svo dó ég inní rúmi, þar til klukkan hringdi í morgun. Í dag velti ég því fyrir mér hvort þetta hafi alltsaman verið ofskynjanir??!!!
PS. Sekúntur eða sekúndur, er ekki norðlenska að skrifa sekúnTur...?
Ég fékk karlmannsgest (já takið eftir) karlmannsgest ...tíhí.... í heimsókn í gær, sem ég ætlaði að rótbursta í "scrabble" en rétt náði að merja sigur á síðustu metrunum, vegna óhagstæðrar spilavindáttar er ég viss um.
Svo þegar ég var að skríða mér inní rúm heyri ég að ísskápurinn minn er að fara að takast á loft, það heyrast svona vélargnýs hljóð í honum, eins og í þyrlu eða jafnvel geimflaug, og í nokkrar sekúntur stend ég á náttfötunum fyrir framan ísskápinn og horfi á hann (það gerist reyndar reglulega, en þá er ég að reyna að standast freistinguna að stökka inní hann svona rétt fyrir svefninn) og býð eftir að hann springi eða fljúgi. En ekkert gerist! Þá trítla ég mér inní rúm og fer á fund Óla L. (ekki Óla F!), en hann er hundleiðinlegur og um miðja nótt vakna ég með hausverk dauðans og skrönglast fram hálfmeðvitundarlaus í leit að lyfjaskápnum og byrja á baðherberginu og kveiki ljósið. Þá fæ ég flugeldasýningu og peran á baðinu springur með miklu ljósasjóvi og hávaða. Hjartað og hausinn dóu að hluta, og í geðshræringu miðaldra húsmóður dröslast ég í eldhúsið, finn lyfjabaukinn og dúndra í mig allskyns pillum, bleiku, hvítum, litlum og stórum. Svo dó ég inní rúmi, þar til klukkan hringdi í morgun. Í dag velti ég því fyrir mér hvort þetta hafi alltsaman verið ofskynjanir??!!!
PS. Sekúntur eða sekúndur, er ekki norðlenska að skrifa sekúnTur...?
08 September 2008
ég ætla að minna þig á að minna mig á....
Tónó byrjar hjá Dofra í dag og kennarinn hringdi og boðaði hann í tíma kl. 16.
Ég heyri í Dofra og segi honum að muna að fara í tónó klukkan fjögur.
Hann segir "mamma, ég er ekki viss um að ég muni það, viltu ekki minna mig á tímann og hringja í mig þegar ég á að leggja af stað?" Við sannmæltumst um það og ég sagði símanum mínum að minna mig á að minna Dofra á að fara af stað á réttum tíma.
Núna var hann að hringa í mig. "mamma, ég ætlaði bara að minna þig á að minna mig á að fara í tónó á réttum tíma!"
....þessi elska....
P.s. Ég hef ekki trú að að þessi tími gleymist ;o)
Ég heyri í Dofra og segi honum að muna að fara í tónó klukkan fjögur.
Hann segir "mamma, ég er ekki viss um að ég muni það, viltu ekki minna mig á tímann og hringja í mig þegar ég á að leggja af stað?" Við sannmæltumst um það og ég sagði símanum mínum að minna mig á að minna Dofra á að fara af stað á réttum tíma.
Núna var hann að hringa í mig. "mamma, ég ætlaði bara að minna þig á að minna mig á að fara í tónó á réttum tíma!"
....þessi elska....
P.s. Ég hef ekki trú að að þessi tími gleymist ;o)
04 September 2008
02 September 2008
01 September 2008
Jarðhræringar og náttúruhamfarir láta eitthvað á sér standa, þrátt fyrir fögur fyriheit. Vilníusarsleikurinn er líklega nær dauða en lífi og nú er svo komið að sem bókara finnst mér ákveðið óvafnvægi á milli debet og kredit. Líklega komin tími á afskriftir! Þarf aðeins að ræða við endurskoðandann, hvort að við getum afskrifað að fullu eða hvort heimild sé eingöngu til hlutaafskrifta. Held að það hljóti að vera í lagi að afskrifa að fullu, þar sem viðkomandi telst nú ekki til fastafjármuna, er kannski svona lausafjármunur, eða meira að segja ekki einu sinni fjármunur! Kannski var hann bara meira svona heimalán, eins og bók af bókasafni, rétt til að glugga í. Voðalega verð ég pirruð þegar ég kemst alltaf að því sem ég hef haldið, að karlmenn séu froskar. Það er allt vaðandi í froskum í kringum mig, og ég geng votlendið uppí klof í vaðstígvélunum, og er farin að þrá það að komast á þurrt land!
Subscribe to:
Posts (Atom)